fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Skilnaðardrama heldur áfram að skekja Kardashian fjölskylduna – „Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. janúar 2022 14:00

Kanye West og Kim Kardashian. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að verða komið ár síðan Kim Kardashian sótti um skilnað frá Kanye West. Fyrrverandi hjónin höfðu verið gift í tæp sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Chicago og Psalm.

Það hefur verið talsvert um drama síðastliðið ár. Kanye lýsti því yfir í nóvember að hann ætlaði að „endurreisa“ fjölskyldu sína, á þeim tíma var hann í sambandi með 22 ára fyrirsætunni, Vinetriu. Þau eru hætt saman í dag en hann er núna að slá sér mjög opinberlega upp með leikkonunni Juliu Fox.

Kim Kardashian hefur verið að hitta grínistann Pete Davidson síðan í nóvember í fyrra. Sambandið þeirra varð gert opinbert í desember og hefur það vakið mikla athygli.

Slúðurmiðlar vestanhafs hafa keppst um að greina frá nýjum samböndum fyrrverandi hjónanna, vangaveltur um drama og rifrildi og svo lengi mætti telja. En nýjasta dramað til að skekja Kardashian-klanið var í kringum fjögurra ára afmæli Chicago West.

Opinberlega yfirlýsingar

Kanye West hélt því fram í beinni (e. live) á Instagram að honum hefði ekki verið boðið í afmælið en það hefði verið Kylie Jenner og Travis Scott að þakka að hann hefði komist. Kylie Jenner er systir Kim og Travis Scott er rappari og kærasti Kylie.

„Ég er svo hamingjusamur núna. Ég var að koma heim úr afmæli Chi,“ sagði Kanye í myndbandi á Instagram.

„Ég vil þakka Travis Scott fyrir að hafa sent mér heimilisfangið og hvenær veislan byrjaði svo ég gæti verið til staðar fyrir dóttur mína. Ég sá alla, Kris [Jenner], Corey [Gamble] og Kylie. Kylie hleypti mér inn um leið og ég kom því öryggisverðirnir stoppuðu mig aftur þegar ég kom þangað.“

Rapparinn sagði að „allir skemmtu sér vel“ og hann „var bara ánægður að vera þarna.“

„Líf mitt snýst um börnin mín og ég skemmti mér vel í dag,“ sagði hann.

Sagði engan vilja gefa honum heimilisfangið

Fyrr um daginn greindi Kanye frá því að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar um afmæli Chicago. „Ég er bara að óska dóttur minni opinberlega til hamingju með afmælið. Ég fæ ekki að vita hvar afmælið hennar er. Þetta snýst ekkert um lögin heldur eru þetta leikirnir sem er verið að spila. Þetta er það sem hefur haft áhrif á heilsu mína í langan tíma og ég vil ekki taka þátt í þessu,“ sagði hann í myndbandi á Instagram.

Kanye, eða „Ye“ eins og hann kallar sig í dag, sagðist vera að deila þessu á netinu til að fá stuðning.

„Ég hef hringt í Kim, sent barnapíunum skilaboð, ég hringdi í Tristan Thompson og hann sagðist ætla að spyrja Khloé Kardashian. Það vill enginn gefa mér heimilisfangið fyrir afmæli dóttur minnar og það mun sitja í henni, að ég hefði ekki verið þarna.“

Kanye endaði með að mæta í veisluna, en afmælið var tvöföld veisla fyrir Chicago West og Stormi Webster, dóttur Kylie og Travis, sem verður fjögurra ára þann 1. febrúar.

Hér má sjá myndbandið sem hann deildi á Instagram áður en hann fór í afmælið.

Heimildarmenn segja Kanye ljúga

Heimildarmaður Page Six segir Kanye ekki fara með rétt mál. „Kanye átti alltaf að fá Chicago klukkan fjögur. Þau voru búin að ákveða fyrir fram að vera með tvær veislur og það var hans hugmynd,“ segir heimildarmaðurinn.

„Kim var í áfalli að hann hefði ásakað hana í beinni (e. live) þegar þetta var hans hugmynd til að byrja með að vera með tvær veislur. Hún ætlaði að vera með sína veislu snemma um daginn og hann ætlaði að halda aðra veislu. Það var enginn að reyna að koma í veg fyrir að hann myndi mæta.“

E! News ræddi við heimildarmann nátengda Kim. „Kanye var aldrei ekki boðið í veisluna. Hún hélt að hann vildi hafa sér veislu fyrir hana en henni fannst það ekkert mál að hann kæmi heim til Kylie [þar sem veislan var] og var glöð að börnin gætu séð þau saman,“ sagði hann.

„Kim og Kanye eru ekki á góðum stað núna. Hún er að reyna að halda friðinum á milli þeirra fyrir börnin […] Kim vill ekki meira drama og er mjög sár að Kanye sé að tala um fjölskyldumál á samfélagsmiðlum. Hann heldur ennþá að hann sé með fullan aðgang að Kim og virðir engin mörk.“

Kanye hélt svo aðra veislu fyrir Chicago seinna um daginn samkvæmt Page Six.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?