fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Í innsta hring hægri öfgamanna á Norðurlöndunum

Fókus
Mánudaginn 17. janúar 2022 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay frumsýnir á fimmtudag heimildarþáttaröð í sex hlutum um hægriöfgahyggju í Skandinavíu „Surrounded by Enemies“ sem eru tímamótaþættir þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í heimi hægri öfgamanna á Norðurlöndum. Á ólgutímum fer hatur vaxandi, bæði á netinu og innan hópanna. Blaðamanninum Henrik Evertsson (Estonia, The Race Warriors) hefur tekist að komast í innsta hring fjölda samtaka, þar á meðal Nordic Restistance Movement, sem er stærsti nýnasistahópur á Norðurlöndum.

Þar er fylgst með lykilpersónum í umhverfi sem er fullt af hatri og vantrausti á samfélagið og lýðræði. Með samtölum er kannað hvað veldur því að meðlimirnir lifa svo öfgafullu lífi. Hvaðan koma þeir og hvert fara þeir næst? Evertsson hefur rætt við leiðtoga samtakanna, rannsakendur og fulltrúa stjórnvalda, til að reyna að skilja hvers vegna hægri öfgahyggja er í vexti á Norðurlöndunum. ,,Það er mikilvægt að tala við öfgamennina en ekki um þá, til að fræðast um það hvers vegna hafa svona róttæk viðhorf. Í gegnum samtalið reynum við að komast að því hvað býr þar að baki. Þáttaröðin inniheldur einstaka hluti sem hafa ekki sést í sjónvarpi áður og við sýnum meðal annars brotthvarf úr samtökunum á meðan það á sér stað, sem er sjaldgæft,“ segir Henrik Evertsson.

„Árið 2021 komumst við í návígi við danska síbrotamanninn og morðingann Amagermandend (The Copenhagen Killer) og köfuðum ofan í hneykslið sem skók Sænsku Akademíuna í The Prize of Silence. Á þessu ári höldum við áfram að búa til jafn hnitmiðaðar frumlegar heimildaþáttaraðir í hæsta gæðaflokki, og það er nákvæmlega það sem Surrounded by Enemies er. Á löngum tíma hefur Evertsson öðlast aðgang að sumum af lokuðustu öfgasamtökum á Norðurlöndum til að varpa ljósi á þeirra ástæður og draga upp mynd af harkalegum aðgerðum þeirra. Afraksturinn er sterk þáttaröð sem veitir mikilvægt innsæi í umhverfi hægriöfgamanna sem gjarnan starfa undir yfirborðinu og eiga sinn þátt í að skapa sundrungu í samfélaginu,“ segir Filippa Wallestam, dagskrárstjóri NENT Group.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn