Þriðji þáttur af Verbúðinni var sýndur á RUV í gær. Nú er alvara farin að færast í leikinn, það varð auðvitað eitt stórslys, við sáum að venju samfarir og sannfærandi pólitíkus sem er sama um pöpulinn. Allt eins og það á að vera.
Þau sem ekki hafa séð þáttinn eru hér með vöruð við. Við erum að fara að skemma óvæntu atriðin með þessum tvítum.
Þetta sundskýluviðtal var enginn uppspuni.
Fyrir nokkrum árum kom hingað bandarískur fræðimaður frá e-i hægri þankatankinum. Hann var enn að jafna sig á að fsrh hafi látið taka viðtal við sig hálfberan #Verbuðin
— Ingibjörg Stefáns (@ingibjorgstef) January 9, 2022
Þessi sena í Laugardalslaug með Serbann undir er listrænn hápunktur íslenskrar kvikmyndagerðar #Verbuðin
— Engilbert Aron (@engilbertaron) January 9, 2022
Það hefði þurft að setja einhver intern hjá eftirvinnslufyrirtækinu í að mála stúkuna í Laugardalslauginni eða eitthvað. Allt of mikið períódubreik. #Verbuðin
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 9, 2022
Loksins var talað um stóru málin. Hver fer út að hlaupa bara út af engu?
Hlaupa bara uppúr þurru? #Verbuðin
— Kristinn Þór Sigurjónsson (@kiddi_s) January 9, 2022
Harpa: „Ég hef verið úti að hlaupa!“ Uuu JÁ #verbúðin
— Bimma THE ONE AND ONLY (@geimryk) January 9, 2022
Sumt eru bara fastir liðir í hverjum þætti.
Ok:
Kynlífssena✅
Eyðilegging útlims✅#Verbuðin— Ragnheidur Dora (@DoraRagnheidur) January 9, 2022
Ég þegar einhver vélbúnaður fer að hiksta í #Verbúðin pic.twitter.com/EjmNUyPKn5
— Árni Helgason (@arnih) January 9, 2022
Fyrst Sveppi. Svo Gói. Auðvitað hlýtur Villi að vera næstur. Hvaða hlutverk ætti hann að leika og í hvaða stórslysi ætti hann að lenda?
Núna hlýtur Villi að koma óvænt í næsta þætti og lenda í slysi svona upp á þrennuna #verbúðin
— Kristján R. Sigurðsson (@KristjanSigurd1) January 9, 2022
Hverjir vilja giska á hvaða líkamshluti fer í næsta þætti af #verbúðin?
— Bimma THE ONE AND ONLY (@geimryk) January 9, 2022
Jæja, þar kom það. Útlimurinn var auga í þetta skiptið #verbúðin
— tobbitenor (@tobbitenor) January 9, 2022
Og hinn eini sanni Sveppi var áhyggjufullur en mikið hafði mætt á honum í þáttum eitt og tvö. Fyrst missti hann handlegg og síðan fékk hann rafstraum í sturtu.
Pínu stressaður fyrir þætti kvöldsins, vona að ég deyi ekki #verbúðin
— Sveppi (@Sveppi2) January 9, 2022
Skilst að þættirnir séu að fá sæmilegt buzz.#Verbúðin pic.twitter.com/f9E7b4lFH9
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) January 4, 2022
Mest óviðeigandi spurning dagsins.
“Einar minn, mér þykir leitt að spyrja þig… en er til annar teinn?” #Verbuðin
— Eysteinn Þór (@breidablik4) January 9, 2022
Það fór misvel í fólk þegar sjávarútvegsráðherra var að spila tennis við bankastjórann.
80s voru með versta smekkinn fyrir íþróttafatnaði 🤦♂️ #verbúðin
— 🇮🇸Ólafur Patrick🇮🇪🇪🇺 (@olafurpatrick) January 9, 2022
Margir fylltust reiði yfir þeim veruleika sem kvótakerfið hefur leitt af sér
Ég verð svo reið yfir afleiðingum frjáls framsals kvótans að ég get eiginlega ekki horft á #verbúðin og notið sem skemmtiefnis 😡
— Bryndis Gunnarsdottir (@bryndisg75) January 9, 2022
Alltaf ný og ný prjónapeysa. Greinilegt í hvað arðurinn af kvótanum fór – PEYSUR!
Áttu dömur í sjávarbæjum í denn virkilega svona mikið af peysum? #verbúðin
— Bimma THE ONE AND ONLY (@geimryk) January 9, 2022
Ég fékk allavega bingó.
Verbúðarbingó #verbúðin pic.twitter.com/pNdDLP5srW
— G̶̣̈́u̶̼͂̂̽̈̽n̸̢͎̆ṇ̸̢͓͋̓͂j̵̞̖͘ó̸̜͈̼̳͛̈́͠n̸̳͙͍̤͌̋̂ͅ (@Gunnnonni) January 9, 2022
Fingur sem fór af í fyrri þætti var allt í einu kominn aftur
Puttinn bara fínn 🤔 #Verbuðin pic.twitter.com/msBArWBffE
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) January 9, 2022
Krakkarnir hennar Karenar skildu ekkert í því af hverju fólk var að hætta lífi sínu á sjó.
Horfði á Verbúðina með börnunum. Sagði þeim frá því að þegar ég var lítil hefði pabbi alltaf verið á sjónum um jólin og í bekknum hefðu verið börn sem áttu pabba sem höfðu drukknað. „Kærst, gátu þeir ekki bara unnið í sjoppu?“
— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) January 9, 2022
Ritstjóri Kjarnans birti netta fréttaskýringu á Twitter um kvótakerfið
1. #Verbuðin þráður. Kvóta¬kerf¬inu var komið á með lögum árið 1983. Við úthlutun kvóta var miðað við afla¬reynslu síð¬ustu þriggja ára og hann afhentur án end¬ur¬gjalds. pic.twitter.com/pvyZfpQeHO
— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) January 9, 2022
Þessi þekkir verbúðarlífið
Upp með hönd ef þú hefur unnið í fiski 🙋🏻♀️ #verbúðin fimmtán ára og á leið að pakka 👊🙄 pic.twitter.com/71yB2gGeeY
— Holmfridur Arnad (@HolmfridurA) January 6, 2022