fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Skellur fyrir Kardashian fjölskylduna – Tristan gengst við framhjáhaldsbarninu – „Khloe þú átt þetta ekki skilið“

Fókus
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltakappinn Tristan Thompson hefur átt í haltu-mér-slepptu-mér sambandi við raunveruleikastjörnuna Khloé Kardashian um árabil og á þeim tíma eignuðust þau dóttur sína, True og undanfarna mánuði hafa þau gert tilraun til að geta annað barn.

Það vakti því mikla athygli þegar fréttir bárust þess efnis að Tristan hafi feðrað annað barn, með annari konur á meðan hann var á föstu með Khloé. Þær fregnir voru þó ekki staðfestar fyrr en nú, en Tristan greinir frá því á Instagram að faðernispróf hafi leitt í ljós að hann sé vissulega pabbi nýfædds sonar fitness fyrirsætunnar Maralee Nichols.

„Í dag leiddu niðurstöður faðernisprófs í ljós að ég feðraði barn með Maralee Nichols,“ skrifaði hann á Instagram í gær.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Nú þegar faðernið hefur verið staðfest hlakka ég til að taka þátt í uppeldi sonar míns. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem ég hef sært eða valdið vonbrigðum í gegnum þetta mál, bæði opinberlega og bak við tjöldin.“ 

Síðan beinir hann máli sínu að Khloé. „Khloé, þú átt þetta ekki skilið. Þú átt ekki skilið sorgina og niðurlæginguna sem ég hef valdið þér. Þú átt ekki skilið hvernig ég hef komið fram við þig í gegnum árin. Framkoma mín er svo sannarlega ekki í samræmi við hvernig ég lít á þig. Ég ber mikla virðingu fyrirþér og elska. Hvað sem þú gætir haldið. Aftur, þá þykir mér þetta svo leitt.“

Khloé hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið og velta nú margir fyrir sér stöðuna á ástarsambandi hennar og Tristans sem og fyrirhugaðar barneignir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tristan verður uppvís af framhjáhaldi en nýlega greindi áhrifavaldurinn Sidney Chase frá því að hún og Tristan hafi átt í sambandi þegar Tristan var með Khloe, eins varð hann uppvís að framhjáhaldi þegar Khloé gekk með dóttur þeirra, og svo aftur 10 mánuðum síðar með annarri konu.

Sjá einnig:  Enn einn framhjáhaldsskandallinn skekur Kardashian fjölskylduna

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“