fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Birgitta Líf birtir svakalegt myndband – Bjargaði Bellu úr lífsháska – „Hágrét síðan allt kvöldið úr sjokki“

Fókus
Laugardaginn 1. janúar 2022 21:00

Bella á líf sitt Birgittu Líf að launa Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og skemmistaðaeigandinn Birgitta Líf Björnsdóttir nýtur nú áramótana á Tenerife. Eins og gefur að skilja saknar hún ástvina sinna á Íslandi og þá sérstaklega hundsins Bellu sem er einn hennar nánasti vinur. Þannig vill til að Bella fagnar þriggja ára afmæli sínu á gamlársdag og því tók Birgitta Líf sig til og birta myndaröð á Instagram af Bellu sinni í tilefni dagsins. Alls fylgja rúmlega 26 þúsund manns Birgittu Líf og því er um að ræða einn vinsælasta Instagram-reikning landsins.

Hún endaði svo myndaröðina á að birta svakalegt myndband úr öryggismyndavél af atviki sem átti sér stað í apríl á þessu ári.

„Enda þetta á myndbandi frá árinu þar sem litla skrímslið hljóp út á Þingvallavatn og ísinn brotnaði undan henni. Ég fæ enn í magann að horfa á þetta og vil ekki hugsa til þess hvernig hefði farið ef ég hefði ekki verið með augun á henni,“ skrifar Birgitta Líf.

Þá varr Birgitta Líf stödd ásamt Bellu og öðrum vinkonum sínum í sumarbústað fjölskyldu sinnar við Þingvallavatn. Um kvöldið var Bella á vappi við vatnið en rak þá augun í fugla úti á ísilögðu vatninu. Hundurinn rauk þá út á ísinn en svo illa vildi til að ísinn var ekki nógu traustur og brotnaði undan Bellu sem féll í jökulkalt vatnið. Þá rauk Birgitta Líf til líkt og Mitch Buchannon forðum daga.

„Ég hugsaði ekkert og hljóp bara af stað. Auðvitað gat ég ekki hlaupið ofan á ísnum eins og hún,“ skrifaði samfélagsmiðlastjarnan á Instagram-síðu sína og á myndbandinu sést hvernig hún hrynur í gegnum ísinn um leið og hún stígur út á hann.

Sem betur fer gat þó Bella haldið sér á floti og Birgitta Líf barðist áfram í gegnum ísinn að tíkinni og náði henni í fangið. Eins og áður segir voru vinkonur Birgittu með í för og lögðu hönd á plóg. „Bestu vinkonur í heimi voru líka fljótar að bregðast við og tóku á móti okkur ísköldum og blautum.“

Birgitta Líf segir síðan í lok myndbandsins að hún hafi verið í miklu áfalli eftir atvikið. „Ég hágrét síðan allt kvöldið í sjokki en Bella var hress. Þakka guði fyrir að ekki fór verr,“ skrifar samfélagsmiðlastjarnan þakklát úr sólinni á Tenerife.

Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu:


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS