fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Tvítuga kærastan fékk nóg – Í sundur eftir að umdeildu einkaskilaboðin fóru í dreifingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:10

Amelia Hamlin, Scott Disick og Kourtney Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick hefur ekki átt sjö dagana sæla. Ekki nóg með vera „niðurlægður“ eftir að einkaskilaboð hans um samband fyrrverandi eiginkonu hans, Kourtney Kardashian, voru opinberuð, þá er samband hans á hálum ís. E! News greinir frá.

Til að gera langa sögu stutta voru raunveruleikastjörnurnar Scott Disick og Kourtney Kardashian saman í tæpan áratug áður en þau skildu árið 2015. Þau eiga saman þrjú börn og hafa haldið ágætum vinskap frá skilnaði. Kourtney var í sambandi með hnefaleikakappanum og fyrirsætunni Younes Bendjima frá 2016 til 2018. Hún er í dag með trommaranum Travis Barker og virðist Scott ekki vera ánægður með hversu alvarlegt samband þeirra er orðið.

Hann sendi Younes skilaboð með mynd af Kourtney og Travis kyssast og sagði: „Jó, er þessi gella í lagi!???“

Skjáskot/Instagram

Younes birti skjáskot af skilaboðunum á Instagram og leið ekki á löngu þar til fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu um málið og olli það talsverðu fjaðrafoki.

Sjá einnig: Afmælisgjöfin frá 19 ára kærustunni vekur athygli

Scott hefur verið í sambandi með fyrirsætunni Ameliu Hamlin síðan í október 2020. Það er töluverður aldursmunur á parinu. Amelia Hamlin varð tvítug í júní og Scott er 38 ára.

Samkvæmt heimildum E! News eru Scott og Amelia „að eyða tíma í sundur“ á meðan þau „endurskoða framtíð sína saman.“

„Þau þurftu pásu frá hvort öðru, það var greinilegt,“ segir heimildarmaður E! News.

Amelia Hamlin og móðir hennar Lisa Rinna. Mynd/Getty

Amelia varð fyrir „miklum vonbrigðum“ með Scott og skilaboðin sem hann sendi og hún „lét hann vita af því.“

Amelia er dóttir leikkonunnar og raunveruleikastjörnunnar Lisa Rinna.

Sjá einnig: Scott Disick kallaður „krípí“ og „óviðeigandi“ eftir að hann deildi mynd af ungu kærustunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Í gær

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna