fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Stærðfræðidæmi 7 ára drengs slær netverja út af laginu – Getur þú svarað?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. september 2021 10:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir leitaði ráða til netverja vegna stærðfræðidæmis í heimavinnu sjö ára sonar síns. Hún átti erfitt með að skilja spurninguna en var ekki sú eina sem var undrandi, heldur einnig kona með doktorsgráðu í stærðfræði.

Teresa Hopper deildi mynd af stærðfræðidæminu í Facebook-hópinn Family Lockdown Tips and Tricks. The Sun greinir frá.

Teresa sagði að heimavinnan hafi aldrei verið svona erfið og þess vegna væri hún að sækjast eftir aðstoð netverja.

„Ég hata heimavinnu. Vinsamlegast hjálpið mér! Er svarið við a) og b) það sama eða er ég eitthvað að rugla?“

Sjáðu spurninguna hér að neðan.

Mynd/Facebook

Fjölmargir skrifuðu við færsluna og sögðust ekki hafa hugmynd um svarið.

„Ég er með doktorsgráðu í stærðfræði og hef ekki hugmynd um hvað þessi spurning er að spyrja um. Nema það sé einhver skýringarmynd eða þetta sé útskýrt betur á öðrum stað,“ segir hún.

Það er hægt að þýða spurninguna lauslega: „Karla segir: Ég er með þrjá hundrað kalla, sautján tíkalla og sextán krónur. 

A) Getur hún skipt upphæðinni í tvær jafnar þriggja stafa tölur? Ef svo er, sýndu hvernig þú færð það út.

B) Getur hún skipt upphæðinni í tvær jafnar þriggja stafa tölur ef hún þarf að nota allan peninginn? Ef svo er, sýndu hvernig þú færð það út.“

Getur þú svarað spurningunni? Svarið er hér að neðan,

Sem betur fer var einn netverji með svarið sem má sjá hér að neðan. Terese staðfesti í samtali við The Sun að þetta væri rétt svar eftir að kennarinn gaf syni hennar fullt hús stiga fyrir svarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“