fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Beið í 29 ár með að sofa hjá – Varð fyrir skelfilegum vonbrigðum

Fókus
Þriðjudaginn 7. september 2021 20:44

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vinsæl mýta að aðeins „siðlaust“ eða „lauslátt“ fólk getur fengið kynsjúkdóma. Það er bara ekki rétt eins og kvensjúkdómalæknirinn Ginni Mansberg bendir á í nýjum þætti af hlaðvarpinu Kinda Sorta Dating. News.au greinir frá.

Dr Mansberg hefur starfað sem kvensjúkdómalæknir í tæpa þrjá áratugi og segir að alls konar fólk greinist með kynsjúkdóma. Meðal annars fólk sem er talið vera „íhaldssamir“ samfélagsþegnar.

„Þetta minnir mig á eina konu sem kom til mín. Hún beið þar til hún var 29 ára til að missa meydóminn með kærasta sínum. Hún var með honum í sex mánuði áður en þau stunduðu óvarið kynlíf,“ segir Dr Mansberg.

Jana Hocking, þáttastjórnandi Kinda Sorta Dating, og Dr Mansberg.

„Hún fékk þrefaldan skell. Hún fékk klamýdíu, herpes og það fundust afbrigðilegar frumur eftir leghálsstroku. En það er ekki hægt að kalla hana „eyðilagða.““

Dr Mansberg segir að það hefur „ekkert með siðferði að gera varðandi hver fær kynsjúkdóm heldur heldur spilar heppni þarna stórt hlutverk.“ Hún segir að herpes sé langalgengasti kynsjúkdómurinn.

Það hefur einnig verið óvænt aukning í einum aldurshópi. Miðaldra fólk sem er á lausu í fyrsta skipti í marga áratugi. „Það hefur gleymt smokknum, það er orðið svo vant því að nota ekki smokk,“ segir Dr Mansberg.

„Ég hef verið að sjá aukningu hjá nýlega einhleypum konum og körlum. Því miður meira af konum því karlar finna fyrir litlum sem engum einkennum sem gerir það að verkum að þeir dreifa sjúkdómnum víðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Í gær

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Örn varar menntaskólakennara landsins eindregið við

Eiríkur Örn varar menntaskólakennara landsins eindregið við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bryan Adams til Íslands

Bryan Adams til Íslands