Insider birti áhugavert myndband fyrir stuttu um hvernig hljóðlausir leikmunir eru gerðir fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti.
Leikmunir þurfa að vera hljóðlátir svo það heyrist í leikurunum, það þýðir að það þarf að finna leið til að gera hluti eins og pappapoka, ísmola og billjarðkúlur hljóðláta.
Leikmunasnillingurinn Scott Reeder útskýrir hvernig hann skipti út hefðbundnum billjarðkúlum fyrir hljóðlátari og mýkri kúlur. Þetta snýst allt um að hugsa í lausnum og finna einfaldar en sniðugar lausnir.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.