Áströlsku útvarpsstjörnurnar Jackie O. Henderson og Kyle Sandilands voru vægast sagt orðlausar þegar hlustandi sagðist hafa gengist undir aðgerð á getnaðarlimi í von um að stunda oftar kynlíf með eiginkonu sinni. News.au greinir frá.
Jackie og Kyle eru þáttastjórnendur morgunþáttarins Kyle and Jackie O Show og taka reglulega við símtölum frá hlustendum.
Í þættinum í morgun voru þau með innslag þar sem þau áttu að giska hversu oft hlustandi stundaði kynlíf. Vörubílstjórinn Dan hringdi til að taka þátt í umræðunni og kom Jackie og Kyle aldeilis á óvart þegar hann viðurkenndi að hafa gengist undir aðgerð til að minnka getnaðarlim sinn því „eiginkonan kvartaði yfir því að hann væri of stór“.
Dan greindi frá þessu eftir að hann útskýrði að hann og eiginkona hans til 21 ára stunda kynlíf einu sinni í viku, en bara ef hann á frumkvæðið.
Dan sagði að áður fyrr var hann með 25 cm langan getnaðarlim en eiginkona hans kvartaði yfir því að hann væri „of stór og of langur.“ Dan lét taka nokkra sentimetra af honum í von um að eiginkonan væri oftar til í tuskið. Það gekk ekki.
Jackie og Kyle voru í sjokki þegar Dan sagði þeim raunir sínar sem útskýrði aðgerðina betur. Hann sagði að getnaðarlimurinn sé „styttur“ með því að „fjarlægja“ getnaðarliminn, taka hluta af honum í burtu og „festa hann aftur á.“
Fyrsta aðgerðin til að stytta getnaðarlim var framkvæmd árið 2015 á sautján ára dreng sem var með 17,8 cm langan getnaðarlim og með rúmlega 25 cm ummál.
Síðan þá hafa nokkrar svona aðgerðir verið framkvæmdar en þær eru mjög sjaldgæfar.