fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Greip mann glóðvolgan við að taka mynd af kærustu hans – Það sem var í símanum vakti óhug

Fókus
Þriðjudaginn 28. september 2021 15:00

Samsett mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af karlmanni láta annan mann heyra það fyrir að taka myndir af kærustu hans í laumi hefur vakið mikla athygli.

Maðurinn var að versla með kærustu sinni Daisy og tvíburasystur hennar þegar þau tóku eftir því að ókunnugur karlmaður var að taka myndir af systrunum. Kærastinn brást skjótt við og talaði við manninn. Það kom í ljós að maðurinn var búinn að taka 69 myndir af systrunum.

Daisy tók upp atvikið og birti tvö myndbönd á TikTok sem má horfa á hér að neðan og neðst í greininni. Málið hefur vakið óhug netverja sem hafa miklar áhyggjur að þetta sé ekki fyrsta skipti sem maðurinn gerir þetta.

@dayskaeGirls be careful out there and watch your back! This creep was taking pictures of my twin sister and it.. glad we weren’t shopping alone 😵‍💫 ##fyp♬ original sound – Daisy ❁

„Heldurðu að ég sjái ekki að þú sért að taka myndir af kærustunni minni, hversu heimskur ertu? 69 fokking myndir, hvað ertu barnaníðingur eða eitthvað? Ógeðið þitt,“ sagði hann við manninn og lét hann eyða öllum myndunum.

Starfsmaður verslunarinnar kom síðan og skarst í leikinn. Starfsmaðurinn spurði af hverju hann var að taka myndir af stelpunum. „Ætli það sé ekki því mér leiðist,“ svaraði hann.

„Þú ert sjúkur ógeðið þitt,“ sagði þá kærastinn og fór í burtu.

Netverjar hafa hrósað viðbrögðum kærastans hástert. Margir hafa einnig lýst yfir áhyggjum yfir hegðun mannsins og hvort hann hefur tekið myndir af öðrum stelpum.

@dayskaethis is such a sick world we live in. 😡 ##creep##fyp##watchout##bc##foryoupage♬ original sound – Daisy ❁

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins