fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Sjónvarpskona í áfalli – Heyrði í klámstjörnu að störfum á bak við dyrnar

Fókus
Mánudaginn 27. september 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Alice Levine var vægast sagt í áfalli þegar hún heyrði karlmann stunda sjálfsfróun á bak við dyr. Maðurinn framleiðir klám heima hjá sér og kom fram í þætti á Channel 4 á dögunum. LadBible greinir frá.

Margir kannast við Alice Levine úr geysivinsælu hlaðvarpsþáttunum My Dad Wrote a Porno. Hún vinnur nú að heimildarþáttum fyrir Channel 4 í Bretlandi um kynlífshegðun Breta, þættirnir heita „Sex Actually with Alice Levine.“

Í þáttunum hittir hún alls konar fólk og skoðar hvaða merkingu kynlíf hefur fyrir það. Hvort sem það stundar kynlíf einfaldlega „fyrir ánægju, fyrir pening eða jafnvel andlega uppljómun“

Nikita og Sam. Mynd/Skjáskot/YouTube

Sam og Nikita

Í fyrsta þætti, sem kom út í síðustu viku, ræddi Alice við Sam, 29 ára, og kærustu hans Nikita, 24 ára.

Sam og Nikita urðu ástfangin í miðjum Covid-faraldri. Fljótlega fóru þau að framleiða klámfengið efni og selja á netinu. Þau eru svokallaðar „webcam fyrirsætur“ en það er gjarnan notað fyrir fólk sem framleiðir klám heima hjá sér fyrir framan tölvumyndavélina (e. webcam) og gerir það oft í beinni (e. live).

Sam fór afsíðis til að taka upp myndband.

Í þættinum var eitt augnablik vandræðalegra en annað. Alice var að bíða fyrir utan herbergisdyr Sam á meðan hann tók upp „rúnkmyndband“ fyrir fylgjendur sína.

„Hvernig vitum við að hann er byrjaður?“ Spurði Alice og síðan var það augljóst þegar hann byrjaði.

„Ég heyri í honum anda,“ sagði hún við myndavélina í áfalli.

Alice var mjög hissa yfir þessu öllu saman.

Þegar Sam var búinn sagðist Alice heyra í honum klæða sig í buxurnar og hann kom síðan fram til að ræða við Alice. Hún spurði hvernig hefði gengið.

„Vel, já heitt maður. Svitinn lekur af mér,“ sagði hann.

„Mér líður vel, ég náði góðu myndefni, nokkrum myndum og missti örugglega kíló af svita.“

Sam var sveittur og sáttur.

Sam er gagnkynhneigður en sagði að meirihluti viðskiptavina hans séu karlmenn. „Meira en 90 prósent aðdáenda minna eru karlmenn,“ sagði hann.

„Ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér gengur svona vel í þessum iðnaði. Svona þéna karlkyns klámstjörnur, með því að selja samkynhneigðum mönnum efni,“ sagði hann.

„Þetta eru viðskipti, engar tilfinningar innifaldar.“

Hér má sjá brot úr þættinum. Þú þarft samt að vera 18 ára og eldri til að geta horft á það og með aðgang að YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Í gær

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“