Áhrifavaldarnir og sjónvarpsstjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir lesa upp ljótar athugasemdir um sig á samfélagsmiðlum í nýju myndbandi.
Jóhanna Helga birtir myndbandið á Instagram og skrifar með: „Fæst orð bera minnsta ábyrgð, be kind besties.“
Sunneva og Jóhanna Helga koma fram í sjónvarpsþáttunum #Samstarf á Stöð 2. Í þáttunum reyna þær fyrir sér í hinum ýmsu störfum um landið. „Þær stöllur verða settar í aðstæður sem teygir þær langt út fyrir þægindarammann,“ segir í lýsingu Stöðvar 2 á þáttunum
Sjá einnig: Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
„Þetta verða verstu sjónvarpsþættir í sögu íslenska sjónvarpsins,“ les Sunneva Einars upp úr athugasemd á TikTok.
„Uppblásnar bótoxdollur,“ sagði einn netverji um vinkonurnar á Facebook. Jóhanna Helga las þá athugasemd upp og hristi hausinn. Næst þegar hún les upp ljóta athugasemd segir hún kaldhæðnislega: „Sko mig langar að hlæja en ég er svo ógeðslega bótoxuð að ég get það ekki“
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
View this post on Instagram