Kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody hvetur konur til að hætta með kærastanum sínum ef hann neitar að taka þátt í forleik í svefnherberginu. Í nýjum pistli á News.au segir hún það vera nógu góða ástæðu til að enda sambandið og vísar í „fullnægingarbil“ kynjanna eða „the orgasm gap“ eins og það er gjarnan kallað.
Rannsóknir sýna að gagnkynhneigðir karlmenn fá fullnægingu í 95 prósent skiptanna á meðan gagnkynhneigðar konur fá það í 65 prósent skiptanna. Nadia hefur áður fjallað um þetta bil og sagði á sínum tíma að þessi sláandi munur væri ein af ástæðunum fyrir því að hún byrjaði að skrifa um kynlíf.
Nadia spyr sig af hverju svona margar konur í gagnkynhneigðum samböndum séu að stunda kynlíf sem er „undir meðallagi.“
Hún segir að í hvert skipti sem hún ræðir þessi mál í pistlum sínum fyllist kommentakerfið af karlmönnum sem segja að hún hafi rangt fyrir sér. „Þeirra eiginkonur og kærustur eru svaka sáttar! Hvað veit ég annars? Ég hef aldrei upplifað kynlíf með „alvöru karlmanni“. Ég veit aldrei hvort ég eigi að hlæja eða gráta fyrir hönd allra gagnkynhneigðra kvenna,“ segir hún og bætir við að vísindin ljúga ekki eins og kom fram hér að ofan. Gagnkynhneigðir karlmenn fá það mun oftar í kynlífi en gagnkynhneigðar konur.
Konur eru ekki vandamálið þar sem sama rannsókn sýnir að samkynhneigðar konur fá það nánast jafn oft og gagnkynhneigðir karlmenn, um 86 prósent skiptanna. Önnur rannsókn sýnir að 95 prósent kvenna fá fullnægingu á nokkrum mínútum þegar þær stunda sjálfsfróun.
„Raunverulega vandamálið er ekki líkami kvenna, heldur sú staðreynd að mörgum karlmönnum er bara skítsama um ánægju kvenna,“ segir hún.
Nadia segir að það sé vandamál að konur séu hlutgerðar og að karlmenn monti sig af því að „pömpa og dömpa“, með algjöru virðingarleysi við konur og þeirra ánægju.
Hún nefnir nýlegt dæmi um áhugaleysi karlmanna á ánægju kvenna. Nadia fékk skilaboð frá konu sem sagði að kærasti hennar vildi ekki taka þátt í forleik „Þetta var eftir að hún sagði við hann að hún þyrfti forleik fyrir samfarir,“ segir Nadia.
„Þó svo að ég gef sjaldan ráð á netinu þá gat ég ekki sagt það nógu hratt: „Hættu með honum.“ Ég myndi segja það sama við vinkonu mína. Því það sem þetta snýst um er að hlusta á konur, að sýna því sem þær segja áhuga og því sem skiptir þær máli,“ segir hún.
„Og niðurdrepandi raunveruleikinn fyrir margar konur er að kærastanum þeirra eða eiginmanni er einfaldlega alveg sama. Feðraveldið segir karlmönnum að þeim má vera sama, þeir eru söguhetjurnar og konur bara í einhverju aukahlutverki.“
„Ef karlmaður getur hunsað maka sem segir: „Ég þarf forleik svo mér líði vel í kynlífi“ þá er alveg jafn líklegt að hann hunsi hana tilfinningalega eða taki lítinn þátt á heimilinu til dæmis,“ segir hún.
Þú getur lesið pistillinn hennar í heild sinni hér.