fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

„Niðurlægður og bitur“ eftir að umdeildu einkaskilaboðin voru opinberuð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. september 2021 09:49

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick er sagður vera miður sín og niðurlægður eftir að einkaskilaboð hans um samband fyrrverandi eiginkonu hans, Kourtney Kardashian, voru opinberuð.

Lesa meira: Fyrrverandi Kourtney Kardashian afhjúpar skilaboð frá Scott Disick – „Er þessi gella í lagi?“

Til að gera langa sögu stutta voru raunveruleikastjörnurnar Scott Disick og Kourtney Kardashian saman í tæpan áratug áður en þau skildu árið 2015. Þau eiga saman þrjú börn og hafa haldið ágætum vinskap frá skilnaði. Kourtney var í sambandi með hnefaleikakappanum og fyrirsætunni Younes Bendjima frá 2016 til 2018. Hún er í dag með trommaranum Travis Barker og virðist Scott ekki vera ánægður með hversu alvarlegt samband þeirra er orðið.

Hann sendi Younes skilaboð með mynd af Kourtney og Travis kyssast og sagði: „Jó, er þessi gella í lagi!???“

Skjáskot/Instagram

Younes birti skjáskot af skilaboðunum á Instagram og leið ekki á löngu þar til fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu um málið og olli það talsverðu fjaðrafoki.

Samkvæmt heimildum E! News er Scott miður sín yfir því að Younes hefði birt skilaboðin.

„Scott er enn mjög bitur yfir sambandi Kourtney og Travis. Hann vill að hún sé hamingjusöm en hann mun alltaf sjá eftir endalokum sambands þeirra og ástæðunni fyrir því að það gekk ekki upp,“ sagði heimildarmaður E! News. „Hann er bitur því hann hefur aldrei séð Kourtney vera í svona alvarlegu sambandi áður.“

Scott finnst hann „niðurlægður eftir að Younes deildi einkaskilaboðum hans.“

„Honum leið illa og var að leita til einhvers sem gæti tengt við tilfinningar hans en hann sá strax eftir því að hafa sent þessi skilaboð […] Scott líkaði aldrei vel við Younes og sér eftir því að hafa leitað til hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“