Met Gala fjáröflunarkvöldið var haldið hátíðlega í gær og mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi.
Klæðnaður raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian vakti mikla athygli. Ekki nóg með það þá vöknuðu margar spurningar um hvaða karlmaður þetta væri sem var með henni.
Sjá einnig: Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Mörgum grunaði að þetta væri Kanye West, rappari og fyrrverandi eiginmaður Kim. Hún sótti um skilnað frá honum í febrúar.
Heimildamaður E! News segir að svo er ekki. Heldur var þetta hönnuðurinn Demna Gvasalia, listrænn stjórnandi hjá Balenciaga, sem sá um að klæða Kim.
Þá vitum við það!