Sjálfboðaliðasamtökin Ocean Missions, sem gera starfsemi sína út frá Húsavík, skipulögðu tveggja daga markvissa hreinsun á fjörum Langaness, rétt norðan Þórshafnar. Samtökin höfðu frumkvæði af verkefninu og leituðu samstarfs við sveitafélagið Langanesbyggð en í kjölfarið tókst þeim að safna 20 sjálfboðaliðum eftir að hafa leitað samstarfs hjá öðrum sjálfboðaliðasamtökum. Markmiðið var fara um sem mest af strandlengju Langaness og fjarlægja allt rusl sem hefði rekið á fjörur þess með það að markmiði að setja gott fordæmi auk þess að vekja athygli á og hvetja almenning til aðgerða gegn mengun hafins.
Sjálfboðaliðum bauðst fæði og gisting í boði sveitafélagsins auk þess sem fulltrúar þess aðstoðu við skipulagningu verkefninsins hvað staðhætti og leyfi landeigenda fyrir umferð um land þeirra varðaði.
(Ummæli sjálfboðaliða verkefninsins)
Ávinningur verkefnisins var sá að um 4 tonn söfnuðust á tæpum 2 km strandlengjunnar. Strandlengja Langaness spannar um það bil 140 km og á leið út nesið má viða sjá rusl. Það sem safnaðist saman stóð mestmegnis af veiðarfærum, baujum og plast- ílátum og búnaði af ýmsu tagi.
Á heimsvísu er talið að um 640.000 tonn af veiðarfærum úr sjávariðnaði end í hafinu. Slík magn samsvarar 55000 tveggja hæða rútum og úrgangur af þessu tagi er mikil ógn við lífríki sjávar (Greenpeace annual report, 2019).
Að sögn Tómasar Knútssonar sem oftast er kenndur við Bláa herinn er að jafnaði um það bil tonn á hvern kílómeter hreinsaðan, en Blái herinn birtist fyrir tilviljun á svæðinu og ákvað að leggja verkefninu lið. Hann mat það sem svo að kostnaður af hreinsunarstarfi sem þessu hefði kostað um 1 milljón króna á tonnið stæðu íslensk yfirvöld að því.
Sem stefndur er Umhverfis- og auðlindaráðuneytið að þróa aðgerðaáætlun sem miðar að því að fylgjast betur með plastmengun í hafinu og hreinsa strandlengjuna hringinn í kringum landið. Það er ósk Ocean Missions að leitað verði samstarfs við þau og önnur samtök sem vinna að sömu markmiðum.
Reglulegar hreinsanir eru fyrsta skrefið í að halda fjörum landsins hreinum og að sama skapi er afar mikilvægt að íslensk yfirvöld móti sér betri stefnu hvað afdrif þessa úrgangs varðar þar sem urðun er er ekki ákjósanlegur kostur fyrir hráefni sem mætti endurvinna.
Kjarni samtakanna Ocean Missions samanstendur af fagfólki í hafrannsóknum og því var markmið hreinunarinnar ekki einungis að fjarlægja það sem rekið hefði á fjörur og leggja málefninu lið á þann hátt heldur líka að safna gögnum um plastmengun við strendur landsins. Notast var við staðla sem flokkuðu úrgangin niður í ákveðna þætti og mátu umfang þess og magn.
Hvað er Ocean Missions?
Umhverfissamtökin Ocean Missions eru sjálfboðaliðasamtök sem stofnuð voru árið 2019 og gera út frá Húsavík í Norðurþingi. Markmið samtakanna frá stofnun þeirra hafa verið að vekja almenning til umhugsunar um þær hættur sem steðja af hafsvæðunum okkar og jafnframt hvetja einstaklinga til að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni við verndun hafsvæða og þess lífríkis sem þar þrífst. Að mati stofnenda samtakanna er brýn þörf á aukinni verndun viðkvæmra hafssvæða í nágrenni Íslands og jafnframt þurfi að auka veg sjálfbærrar ferðamennsku við íslandsstrendur.
Heimildir:
Greenpeace 2019: : https://www.greenpeace.org/static/planet4-aotearoa-stateless/2019/11/b97726c9-ghost_fishing_gear_report_en_single-page_051119.pdf
AMAP report 2021: (PDF) LITTER AND MICROPLASTICS MONITORING GUIDELINES ARCTIC MONITORING & ASSESSMENT PROGRAMME version 1.0 AMAP (researchgate.net)