September er mánuðurinn þar sem fólk heldur hvað mest framhjá samkvæmt sérfræðingum. The Sun greinir frá.
Stefnumótasíðan Illicit Encounters, sem er ætluð fólki sem vill halda framhjá mökum sínum, greindi nýverið frá því að tíðni framhjáhalda eykst í september sökum þess að fólk er að snúa aftur til vinnu eftir sumarfrí.
En sérfræðingar segja að september mánuður 2021 verði sá versti til þessa vegna kórónuveirufaraldursins og álagsins sem fylgir.
Illicit Encounters framkvæmdi tvö þúsund manna könnun og 78 prósent sögðu að það væri auðveldara að halda framhjá nú þegar fólk sé að snúa aftur til vinnu.
„September er vinsælasti mánuðurinn til að halda framhjá og þess vegna köllum við hann „Sex-tember“,“ sagði kynlífs- og sambandssérfræðingurinn Jessica Leoni í samtali við Metro.
„Löng sumarfrí hafa áhrif á svo mörg pör. Þau átta sig á því að þau eiga lítið sameiginlegt og kynlíf er leiðinlegt, þó svo að þau séu í sólinni í paradís.“