fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sjáðu myndirnar: Sigríður og Sigurjón selja fínu íbúðina sína í Laugardalnum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. september 2021 19:30

Myndir: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Sigríður Þórisdóttir, kannri og sálfræðingur, og kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson eru búin að setja íbúð sína á sölu. Íbúðin er afskaplega fín en hún er á tveimur hæðum í húsi á Engjateig í Laugardalnum. Íbúðin er 212,6 fermetrar og er á endanum í hinu svokallaða Listhúsi. Mbl.is vakti fyrst athygli á sölu þeirra hjóna.

Það sem vekur kannski helst athygli þegar myndir af íbúðinni eru skoðaðar er lofthæðin en hún er mest 4,5 metrar. Í lýsingu á íbúðinni kemur fram að hún er með sérinngangi, mjög stórum þakgluggum og yfirbyggðum, opnanlegum suðursvölum.

„Íbúðir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfar í Reykjavík, en íbúðin er í anda loft-íbúða í stórborgum erlendis,“ segir um íbúðina á sölusíðu hennar en hjónin vilja fá 136,5 milljónir fyrir íbúðina.

Íbúðin var sérstaklega hönnuð og skipulögð af Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda, fyrir fáeinum árum en í henni eru sérstmíðaðar innréttingar, hillur og fleira sem gerðar eru eftir teikningum arkitektsins.

Myndir af íbúðinni má sjá hér fyrir neðan:

Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Mynd: Gunnar Sverrisson/Fasteignamarkaðurinn ehf
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?