Leikkonan Rose McGowan fer hörðum orðum um spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey.
Hún gerir það í færslu á Twitter og deilir mynd af Opruh kyssa kvikmyndaframleiðandann og dæmda kynferðisbrotamanninn Harvey Weinstein á kinnina. Myndin var tekin árið 2014 á verðlaunahátíðinni Critics‘ Choice Movie Awards.
Rose skrifaði með myndinni: „Ég er ánægð með að fleiri séu að sjá ljóta sannleikann um Opruh. Ég vildi óska þess að hún væri raunveruleg, en hún er það ekki. Allt frá því að vera vinur [Harvey] Weinstein í að yfirgefa og eyðileggja þolendur Russell Simmons. Hún styður við sjúka valdaskipan ef það hentar hennar hagsmunum, hún er eins gervileg og þau gerast.“
I am glad more are seeing the ugly truth of @Oprah. I wish she were real, but she isn’t. From being pals with Weinstein to abandoning & destroying Russell Simmon’s victims, she is about supporting a sick power structure for personal gain, she is as fake as they come. #lizard pic.twitter.com/RCuXNpWCU0
— Rose 🌊McGowan (@rosemcgowan) August 29, 2021
Rose ákvað að gagnrýna Opruh opinberlega eftir að gamalt viðtal þeirrar síðarnefndu við söngkonuna Dolly Parton fór að vekja athygli á samfélagsmiðlum um helgina. Ástæðan fyrir athyglinni eru spurningar Opruh til Dolly Parton. Mörgum fannst að spjallþáttadrottningin hafi viljandi reynt að gera söngkonuna frægu vandræðalega með óþægilegum spurningum.
i feel like oprah wanted her to be embarrassed but ms dolly said “nope” pic.twitter.com/QuYnxx1fNT
— keiajah (key-asia) 💛🌻🤎 (@keiajahhh) August 28, 2021
Árið 2018 var Oprah Winfrey spurð út í vináttu sína við Harvey Weinstein. Hún sagðist ekki hafa vitað um meinta hegðun hans gagnvart konum, meðal annars Rose McGowan sem sakaði hann um nauðgun, en Oprah viðurkenndi að hún var meðvituð um að hann væri ágengur.
„Ég var í Chicago, í eigin heimi, en það sem ég vissi um Harvey var að Harvey væri yfirgangsseggur og ef Harvey hringdi þá vildirðu ekki svara því hann myndi hann vaða yfir mann á einhvern hátt.“