Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.
„Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég sé nóg fyrir manninn minn því hann horfir nær daglega á hommaklám,“ segir konan. Hún er 45 ára og hann er 50 ára.
„Hann sagði mér að hann átti í stuttu ástarsambandi með karlmanni þegar hann var í háskóla. En hann segist elska mig og að honum finnst hann öruggur með mér.
Við stundum kynlíf nokkrum sinnum í viku. Ég er með sjúkdóm sem gerir það að verkum að ég á stundum erfitt með að hreyfa mig. Ég elska að horfa á spurningakeppnir í sjónvarpinu, þannig á meðan ég horfi á þær þá er hann inni í svefnherbergi að rúnka sér yfir hommaklámi. Hann er hættur að fela það og gerir það fimm til sex sinnum á dag.
Ég vil ekki að honum þyki hann tilneyddur að vera með mér og ég held að innst inni vilji hann frekar vera með karlmanni.“
Deidre svarar konunni. „Kynhneigð er á skala og við erum öll þarna einhvers staðar. Eiginmaður þinn fær eitthvað út úr því að horfa á samkynhneigða menn, en þetta er orðið að fíkn. Klám er gert til þess að vera ávanabindandi. Þannig græða framleiðendur á því. Klám minnkar þörfina fyrir raunverulegt kynlíf með maka og þetta getur haft áhrif á sambandið.“
Deidre bendir konunni á hvar hún getur leitað sér frekari hjálpar.