Nú er til sölu fasteign í Austurbæ Reykjavíkur, þar sem að sett verð er einungis 9.900.000 krónur. Um er að ræða ósamþykkt einstaklingsherbergi sem er staðsett í kjallara í blokk í Álftamýri, en hún er ein ódýrasta eignin á fasteignavef Vísis.
Eignin er einungis 14.7 fermetrar, en tekið er fram að aðgangur sé að sameiginlegri snyrtingu og þvottaherbergi. Auk þess er eldhúsinnrétting í herberginu.
Samkvæmt heimildum DV varð uppi töluvert ósætti í blokkinni þegar geymslan sem áður tilheyrði íbúð í stigaganginum var slitin frá fasteigninni og sett á sér fasteignanúmer.
Geymslan varð því að sér einingu sem nú gengur kaupum og sölum og fjölgaði þannig hluthöfum í sameign um einn, úr átta í níu.