fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Fyrrverandi Kourtney Kardashian afhjúpar skilaboð frá Scott Disick – „Er þessi gella í lagi?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 09:32

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Scott Disick. Scott kom einnig fram í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashian, þar til þættirnir hættu göngu sinni fyrr á árinu. Kourtney og Scott voru saman í tæpan árautg en hættu saman árið 2015 og hafa haldið ágætum vinskap síðan.

Kourtney var í sambandi með hnefaleikakappanum og fyrirsætunni Younes Bendjima á árunum 2016 til 2018.

Í dag er hún með trommaranum Travis Barker og hefur parið ekki farið leynt með samband sitt eftir að þau opinberuðu ást sína í febrúar á þessu ári. Turtildúfurnar virðast vera ástfangnar upp fyrir haus og eru sífellt að birta myndir af sér saman. Þau eru nú á ferð um Ítalíu og hefur paparazzi ljósmyndurum ekki leiðst að elta þau á röndum.

Ein af þessum paparazzi myndum virðist hafa farið fyrir brjóstið á Scott Disick. Sögusagnir hafa verið á kreik um að Scott sé ekki sáttur við samband Kourtney og Travis, sérstaklega í ljósi hversu alvarlegt sambandið er orðið.

Það virðist vera eitthvað í þessum sögusögnum, sérstaklega eftir að Younes birti skjáskot í gærkvöldi af skilaboðum sem hann segist hafa fengið frá Scott.

Skjáskot/Instagram

Í skilaboðunum, sem eiga að vera frá Scott, segir Scott: „Jó, er þessi gella í lagi!???“ og sendir paparazzi mynd af Kourtney og Travis kyssast á bát á Ítalíu.

„Á meðan hún er hamingjusöm þá skiptir það mig engu máli,“ svaraði Younes.

Younes skrifaði síðan í annarri Instagram Story-færslu. „Gat ekki sleppt þessu. Hann hefur verið að láta svona of lengi, ég er orðinn þreyttur á að þegja og vera góði gaurinn,“ sagði hann.

Scott, 38 ára, er í sambandi með fyrirsætunni Ameliu Hamlin, 20 ára. Þau hafa verið saman síðan í október 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“