Séra Hildur Björk Hörpudóttir, nýi sóknarpresturinn í Reykholti, hefur sett húsið sitt í Kópavogi á sölu.
Húsið stendur við Þinghólsbraut í Kópavoginum og er 203 fermetrar að stærð. Það eru fjögur svefnherbergi, eitt baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Útsýnið er ekki af verri endanum. Húsið er á 607 fermetra lóð sem snýr vel á móti sól með flott útsýni að sjó og í átt að Keilir.
Það eru 102 milljónir settar á eignina og er hún laus strax.
Þú getur lesið nánar um eignina hér og skoðað fleiri myndir.