Madilyn Bailey tók allar ljótu og neikvæðu athugasemdirnar um sig á netinu og notaði þær til að semja texta við lag sem hún flutti í áheyrnarprufum America‘s Got Talent.
Madilyn er með 8,5 milljónir fylgjenda á YouTube og hefur fengið fjölda ömurlegra athugasemda í gegnum tíðina. Hún lætur það ekki á sig fá og notaði athugasemdirnar í lag.
Útkoman er vægast sagt stórkostleg og sló lagið í gegn hjá áhorfendum og dómurum.
Horfðu á það hér að neðan.