fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Sjáðu nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum – Bannað börnum vegna nektar

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 13:28

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurdætur, eða Daughters of Reykjavik eins og þær kallast í dag, gáfu nýverið út lagið Hot Milf Summer. Í laginu rappa þær Salka Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Steinunn Jónsdóttir og Þura Stína Kristleifsdóttir um umrætt Hot Milf Summer. Milf er þekkt skammstöfun fyrir „Mother I’d like to fuck“, sem hægt væri að íslenska sem „móðir sem mig langar að ríða“. Þá vísar heiti lagsins í slagorð rapparans vinsæla Megan Thee Stallion, „hot girl summer“.

Myndband við lagið var birt á YouTube í dag en athygli vekur að notendur þurfa að skrá sig inn til að horfa á myndbandið. Ástæðan fyrir því er sú að myndbandið er bannað börnum á YouTube vegna nektar í því. Nektin er þó afar smávægileg, sjá má Reykjavíkurdæturnar á brjóstunum og að pumpa brjóstamjólk í brúsa.

Ljóst er að YouTube fetar í sömu fótspor og margir aðrir samfélagsmiðlar þegar kemur að viðkvæmni fyrir brjóstum á konum. Ekki er hægt að segja sömu söguna um efri búk karlmanna en YouTube bannar ekki myndbönd sem innihalda karlmenn sem berir eru að ofan.

Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið við lagið Hot Milf Summer:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“

Heilsumarkþjálfinn Erla með góð ráð fyrir þau sem vilja standa við áramótaheitin – „Það er gott að hafa þessi fimm atriði í huga“
Fókus
Í gær

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“