fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fókus

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 12:30

Jake Gyllenhaal í Nightcrawler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake Gyllenhaal og Vanessa Kirby hafa yfirgefið Ísland eftir að hafa dvalið hér til að undirbúa tökur á kvikmyndinni Suddenly og eflaust njóta þess sem að landið hefur upp á að bjóða. Stefnt er að því að tökur fari að mestu leyti fram hér á landi og hefjast þær í haust. Íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth er meðal framleiðanda kvikmyndarinnar.

Samkvæmt heimildum DV sáust þau Gyllenhaal og Kibry á Keflavíkurflugvelli í dag og voru að fljúga á brott. Íslendingar eru orðnir nokkuð sjóaðir í að taka á móti heimsfrægum Hollywood-stjörnum en  það vekur þó nokkra furðu að slíkar stórstjörnu komist til og frá landi í hefðbundnu farþegaflugi án þess  nánast að nokkur verði þeirra var. Til þess þurfa heimsþekktar stórstjörnur að koma til landsins með einkaflugvélum.

Jake Gyllenhaal er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Brokeback Mountain, Donnie Darko, Nightcrawler og Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, en Gyllenhaal var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Brokeback Mountain.

Vanessa Kirby hefur leikið í kvikmyndum á borð við Mission Impossible, Fast & Furious og einnig Everest. Hún hefur einnig verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og var það fyrir kvikmyndina Pieces of a Woman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni
Fókus
Í gær

Kemur eiginkonu sinni til varnar – „Klár, hæfileikarík, hugrökk og heit“

Kemur eiginkonu sinni til varnar – „Klár, hæfileikarík, hugrökk og heit“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“

Jóhannes Haukur lætur höggin dynja á Kaftein Ameríka- „Þarftu pásu?“