Í gær fjallaði DV um íslenska áhrifavalda sem eru að verða fyrir barðinu á óprúttnum aðila sem hakkar sig inn á Instagram-reikninga þeirra. Nú virðist þessi hópur áhrifavalda fara stækkandi, en Sunneva Einarsdóttir, Patrekur Jamie, Binni Glee, Bassi Maraj, Ástrós Traustadóttir, og DJ Dóra Júlía hafa einnig verið hökkuð. Vísir greinir frá þessu.
Í samtali við DV í gær sagðist Kristín Pétursdóttir, sem var eitt fyrsta skotmark hakkarans, vera í rusli yfir gangi mála, enda skipta Instagram-reikningar miklu máli fyrir áhrifavalda.
„Það er mjög óþægilegt að einhver sé með hendurnar í mínu persónulega lífi,“ sagði hún og benti á að á reikningi hennar megi finna mikilvægar minningar, líkt og ljósmyndir eða skilaboð og samskipti. Þær gætu nú verið glataðar.
Sjá einnig: Kristín Péturs vaknaði við ófagra sjón
Í kjölfar Kristínar bættust í hópinn Birgitta Líf Björnsdóttir, Sigurbjörg Birta Pétursdóttir og Kristín Amalía Sigurþórsdóttir.
Sjá einnig: Birgitta Líf, Sigurbjörg og Kristín lentu líka illa í því
Nú vinna áhrifavaldarnir að því að ná aftur tökum á reikningum sínum. Svo virðist sem enginn áhrifavaldur sé öruggur.