Það mætti alveg bæta í sólarstundir þetta sumarið, einkum í tilviki þeirra sem langar að spóka sig um í nýjustu sundfatatískunni. Líklegar er betra að herja á útlöndin fyrir slíka tískusýningu miðað við stöðuna í dag.
Tískan fer í hringi eins og svo oft áður og nú hefur bikiní-tískunni bókstaflega verið kollvarpað. Nú eru svonefndir öfugir bikinítoppar vinsælir sem og toppar sem sýna undirtútti (e. underboob) frekar en brjóstaskoruna.
Reyndar er undirtúttan líka orðin vinsæl í kjólatískunni sem og í toppa-tískunni. Nú fer hver að verða síðastur að leysa undirtúttuna úr læðingi þar sem tískan mun líklega ekki lifa fram á haustið.
Raunveruleikastjarnan Belle Hassan er hrifin af undirtúttu-tískunni
Kardashian-systirin Kylie Jenner spókar undirtúttuna á ströndinni
Fyrirsætan Bella Hadid er með tískuna á hreinu
Leikkonan Bella Thorne með puttan á púlsinum
Megan Fox í djörfum sundbol, eða er þetta kjóll?
Rapparinn og tónlistarkonan Megan Thee Stallion lætur sig ekki vanta