Isiah McKimmie, kynlífssérfræðingur ástralska fjölmiðilsins News.au, svarar spurningum lesenda í hverri viku. Í þetta sinn var hún að gefa konu ráð um hvað hún ætti að gera varðandi beiðni eiginmannsins um að horfa á klám saman.
Isiah hrósar konunni fyrir að horfa á beiðni eiginmannsins með opnum hug og viðurkennir að klám er vissulega umdeilt.
Hún segir að klám hafi sína kosti, eins og að auka ástríðu og spennu í sambandi og getur „kveikt frekar fljótt“ í pörum sem eru að leitast eftir því að stunda kynlíf saman.
„Það getur einnig verið nytsamlegt til að uppgötva hvað vekur áhuga þinn í kynlífi, á meðan þú opnar einnig reynsluheim þinn á fleiri sviðum.“
Isiah nefnir aðrar leiðir til að auka ástríðu og spennu. Eins og að prófa nýjar mismunandi stellingar, eyða meiri tíma í forleik og tala um fantasíur.
Þegar kemur að því að ræða klámáhorf við makann þinn segir Isiah að það sé gríðarlega mikilvægt, enda samskipti lykillinn að góðu sambandi. Hún nefnir nokkrar spurningar sem væru góðar í því samtali, eins og „hvað við klám vekur áhuga þinn?“ og „er eitthvað sem þér finnst óþægilegt við klám?“
Konan sem sendi spurninguna á Isiah sagðist stundum horfa á klám en þá aðallega lesbískt klám. „Hefðbundið klám einblínir sjaldan á ánægju konunnar og er oft niðurlægjandi gagnvart konum. Samkvæmt könnun PornHub árið 2017 var vinsælasta leitarorðið þeirra „klám fyrir konur.“ Sem betur fer erum við að sjá aukningu í klámi sem er gert fyrir konur, framleitt af konum, en það getur verið erfitt að finna það,“ segir Isiah.
Hún mælir með nokkrum siðferðislegum og kvenvænum klámsíðum.
FrolicMe deilir fallegu og þokkafullu erótísku klámi fyrir konur og pör.
Make Love Not Porn er með raunverulegt kynlíf sem fagnar því mannlega, vandræðalega og stórkostlega við kynlíf.
Það er ekkert handrit fyrir klámmyndböndin á Bellesa. Leikararnir eru hvattir til að vera stöðugt í samskiptum um hvað þeim þykir gott.