fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Sveinn Andri minnist bróður síns – „Söknuðurinn er ávallt mikill“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júní síðastliðinn minntist lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson þess að bróðir hans, Lúðvíg Árni Sveinsson heitinn, hefði fagnað sextugsafmæli þann dag. Lúðvíg varð bráðkvaddur þann 27. desember árið 1999.

Í myndskreyttri Facebook-færslu, sem Sveinn hefur veitt DV góðfúslega leyfi til að birta úr, segir Sveinn að Lúðvíg hafi verið einn af þeim fáu mönnum sem alltaf var hægt að reiða sig á. Hann segir söknuðinn mikinn en minningin um ljúfan og kláran dreng vegi hann upp:

„Minn allra besti vinur og bróðir, Lúðvíg Árni Sveinsson, hefði fagnað sextugs afmæli í dag, hefði hann ekki orðið bráðkvaddur þann 27. desember 1999.

Lúlli var einn af þessum traustu mönnum sem alfarið er hægt að reiða sig á, enda voru þeir fjölmargir sem það gerðu og sumir lögðu allt sitt traust á hann. Gilti þar einu hvort í hlut áttu börnin, vinirnir, viðskiptafélagar, félagar hans í Val eða litli bróðir.

Það leið ekki sá dagur að við værum ekki í sambandi, þar sem við leituðum ráða hjá hvor öðrum eða spjölluðum um lífið og tilveruna. Lúlli var mér stoð og stytta í daglegu lífi og órjúfanlegur hluti þess.

Söknuðurinn er ávallt mikill en ljúfari er samt minningin um kláran og ljúfan dreng, með glettinn húmor; hvers manns hugljúfi og kvennaljómi, sem engan óvin átti en sæg góðra vina, en umfram allt, bezta bróður sem hægt að vinna í lífsins genalottói.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði