fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fókus

Flöskuborð pöntuð á netinu og hærra aldurstakmark – Dýrasta kampavínsflaskan kostar 750 þúsund krónur

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankastræti Club opnar á föstudaginn næstkomandi með tilheyrandi látum en skemmtistaðurinn er staðsettur við Bankastræti 5 þar sem B5 lifði góðu lífi fyrir heimsfaraldur. Vegna rekstrarerfiðleika á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi þurfti að loka B5 og hoppaði athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir í skarðið og opnar þar nýjan skemmtistað.

Margir bíða spenntir eftir opnuninni enda var B5 einn vinsælasti skemmtistaður miðbæjar Reykjavíkur. Instagram-reikningur staðarins er nú þegar kominn með tæplega 3.000 fylgjendur og er Birgitta Líf dugleg að uppfæra fylgjendur um hvað er á bakvið tjöldin.

Á dögunum tilkynnti hún að hægt væri að bóka flöskuborð á netinu en þar greiðir maður 10.000 krónur sem staðfestingargjald. Einnig birti hún verðlista á flöskuborðum staðarins en þau kosta allt frá 50.000 upp í 750.000 krónur. Þó er hægt að fá ákveðnar flöskur á 10.000 krónur fyrir klukkan 22.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Birgitta var í viðtali hjá mbl.is í morgun þar sem hún sagði meira frá staðnum. Þar kom meðal annars fram að aldurstakmarkið verði 22 ára en venjan er að skemmtistaðir hleypi fólki yfir tvítugu inn. Þá vildi hún gera staðinn eins og skemmtistaðir eru í Los Angeles og Miami og því opnar staðurinn fyrr og lokar fyrr. Birgitta segir að hann opni klukkan 19:00 og hurðin loki 00:30 en samkvæmt Instagram-síðu staðarins verður hann opinn lengur fyrir þá sem mættir eru.

Eftir klukkan 22 kostar 2.000 krónur inn en einnig er hægt að kaupa aðild að klúbbnum. Venjuleg áskrift kostar 5.990 krónur á mánuði og innifalið í því er ótak­markaður aðgang­ur að staðnum og klippi­kort fyr­ir fimm skot á barn­um. Elite-áskriftinni fylgja aðeins fleiri fríðindi, til dæmis VIP-röð, gestur, 15% afsláttur og fleiri tilboð. Sú áskrift kostar 19.900 krónur á mánuði.

Aðildarkortin eru ekki komin í sölu en Birgitta birti skjáskot á dögunum þar sem hún sýndi að kortin koma rafrænt í síma fólks, líkt og ökuskírteini og önnur kort.

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann birti í gær á Twitter-síðu sinni að hún hefði búið til fyrirlestur sem ber nafnið „Forvarnarfræðsla og verklag í ofbeldismálum“. Fyrirlesturinn var sýndur starfsmönnum Bankastræti Club í gær og segir Kolbrún að nú stefni allt í betra og öruggara djamm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ekkert ves í des og ástríðufullt spjall í kynlífstækjaverslun

Vikan á Instagram – Ekkert ves í des og ástríðufullt spjall í kynlífstækjaverslun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“

Meghan Markle sagðist valdefla konur með fjárfestingu sinni – Nú er hún sökuð um „fátæktarklám“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 

Samfélagið þurfi að hætta að segja körlum að girða sig í brók og leyfa þeim að berskjalda sig – „Karlmenn þurfa líka að gráta“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi

Þórhildur segir þetta einu ástæðuna fyrir því að fólk eigi að vera í sambandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís