Natan Dagur Benediktsson sló heldur betur í gegn í nýjustu þáttaröð The Voice í Noregi. Hann var einn af efstu fjórum keppendum áður en hann datt út í síðasta þætti á föstudaginn síðastliðinn.
Natan ætlar þó ekki að snúa aftur heim. Faðir hans, Benedikt Viggósson, greinir frá því í færslu á Facebook að þeir séu búnir að selja íbúðina og ætla nú að selja allt innbúið.
„Eins og mörg ykkar vita þá erum við Natan búsettir í Noregi vegna The Voice en það sem færri vita er að við ætlum að vera hérna áfram,“ segir hann.
Skoðaðu myndirnar hér að neðan.