fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Hollywood-stjarnan Kate Winslet á íslenskan tengdason – Sólskinsgeislarnir í Texas sáðu fræjum ástarinnar

Fókus
Sunnudaginn 27. júní 2021 20:00

Kate Winslet / Nordic Photos

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ólíklegt að Hollywood-stjarnan Kate Winslet sé þekktasta tengdamóðir sem Íslendingur hefur átt. Þannig vill nefnilega til að einkadóttir leikkonunnar, Mia Honey Threapleton, hefur verið í sambandi við ungan íslenskan mann, Unnar Snæ Þorsteinsson, sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Arion banka. Mia Honey er dóttir Winslet og leikstjórans Jim Threapleton sem var fyrsti eiginmaður stórleikkonunnar. Hún hefur að mestu haldið sig fyrir utan sviðsljósið en hefur nýlega byrjað að feta rólega í fótspor móður sinnar á hvíta tjaldinu.

Samband þeirra Miu og Unnars hefur ekki farið hátt þó það hafi varað í nokkur ár. Sagan af því hvernig ástin kviknaði er þó afar hugljúf.

Mia Honey er farin að feta í fótspor móður sinnar í kvikmyndaleik / Imdb

Það eru margir sem muna eftir heimildarmyndinni um einhverfa sólskinsdrenginn Kela sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2009. Myndin fjallaði um baráttu fjölskyldu Kela, ekki síst móður hans Margrétar Dagmar Ericsdóttur, um betra líf fyrir sonar síns sem er með einhverfu á hæsta stigi og hefur aldrei getað talað. Læknar höfðu talið að Keli væri með vitsmuni á við smábarn en í myndinni er fjallað um hvernig Keli nær að tjá sig í fyrsta skipti og sýna fram á að hann væri með fulla greind en væri bara fangi í eigin líkama.

Fjölskyldan flutti út til Austin í Texas í leit að að betra lífi fyrir Kela sem heitir fullu nafni Þorkell Skúli Þorsteinsson. Unnar Snær er eldri bróðir hans.

Sjá einnig: Hver er nýjasta tengdadóttir Íslands? – Mia Honey vill ekki nýta sér frægð móður sinnar Kate Winslet

Urðu strax perluvinkonur

Friðrik Þór Friðriksson leikstýrði heimildarmyndinni um Kela og örlögin höguðu því þannig að stórleikkonan Kate Winslet tók að sér að tala inn á enska útgáfu myndarinnar.

Winslet varð hugfanginn af sögu Kela og mynduðust sterk vináttubönd milli hennar og íslensku fjölskyldunnar. Margrét Dagmar var í ítarlegu viðtal við Morgunblaðið árið 2019 þar sem komið var inn á vináttuna við Kate Winslet og hvernig það kom til að þær stöllur stofnuðu góðgerðarsamtökin Golden Hat Foundation sem berjast fyrir betra lífi barna sem glíma við einhverfu eins og Keli.

„Hún náði mér svo vel, var með alla kæk­ina mína. Hún vildi alltaf gera bet­ur og tók þetta upp ör­ugg­lega tíu sinn­um. Það var ynd­is­legt að hitta hana og við náðum strax vel sam­an við fyrsta fund,“ seg­ir Margrét í viðtalinu.

Ég er enn að vinna fyr­ir þessi sam­tök en þau eru hugsuð til að miðla áfram sög­um þess­ara barna. Til að ljá þess­um krökk­um rödd.“

Þá kom fram að Margrét og Kate hitt­ist reglu­lega og að mikill samgangur sé á milli fjölskyldnanna

„Dótt­ir henn­ar var hjá mér í sum­ar og son­ur minn dvaldi hjá henni ný­lega. Ann­ar son­ur minn verður hjá þeim um ára­mót­in. Kate er ein­stök. Stund­um í líf­inu hitt­ir maður fólk sem manni finnst maður hafa þekkt alla ævi, og þannig var það með Kate. Við smull­um bara sam­an.“

Þessi vinskapur Margrétar og Kate virðist því hafa orðið til þess að fræjum ástarinnar var sáð hjá börnum þeirra, Unnari Snæ og Miu Honey.

Ástarsamband þeirra fer ekki hátt. Unnar hefur einstöku sinnum birt myndir af þeim skötuhjúum saman, meðal annars heimsókn í Jarðböðin við Mývatn á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum