fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Aðdáendur Kylie Jenner missa það yfir gamalli mynd – „Hún er ekki sama manneskjan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 10:30

Kylie Jenner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner er ekki aðeins raunveruleikastjarna heldur einnig ein stærsta samfélagsmiðlastjarna heims og snyrtivörumógull. Hún er með yfir 243 milljónir fylgjenda á Instagram þar sem má finna 6750 myndir. Einn fylgjandi hennar tók það á sig að fletta alveg neðst á Instagram-síðu hennar þar sem má finna gamlar myndir.

Fylgjandinn tók skjáskot og deildi síðan myndunum á TikTok og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Aðdáendur voru í áfalli yfir breyttu útliti stjörnunnar.

Kylie hefur viðurkennt að hafa látið fylla í varir sínar en hefur til þessa neitað að hafa gert eitthvað annað við andlit sitt eða líkama. Hún hefur meðal annars verið sökuð um að hafa farið í BBL (Brazilian Butt Lift), brjóstastækkun og aðgerð á kjálka og kinnbeinum. Hún hefur neitað þessu öllu.

„Það tók mig 25 mínútur að fletta neðst niður,“ segir fylgjandinn sem birtir skjáskotin á TikTok.

Nokkrar myndanna eru síðan 2011, en þá var Kylie þrettán ára.

Netverjar höfðu mikið um breytt útlit Kylie að segja.

„Hún er svo ungleg [á þessum myndum]! Nú lítur hún út fyrir að vera á fimmtugsaldri,“ segir einn netverji.

„Hún er bókstaflega ekki sama manneskjan,“ segir annar.

Í síðustu viku kom út endurfundaþáttur Keeping Up With The Kardashians og var Kylie meðal annars spurð út í varafyllingarnar. Útlit stjörnunnar vakti einnig athygli en töldu margir hana vera ólíka ímyndinni sem hún birtir á samfélagsmiðlum.

„Andlitið hennar er svo gervilegt,“ sagði einn netverji á Twitter.

„Kylie lítur út fyrir að vera yfir fertugt í endurfundaþættinum. Hún þarf að slaka á í bótox. Á Instagram virðist hún vera allt önnur manneskja!“ Sagði annar.

„Guð minn góður, ég held að Kylie sé búin að láta gera allt of mikið við andlitið sitt. Hún var svo falleg áður en núna er hún bara of gervileg,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“