Leikarinn og grínistinn, Steinþór Hróar Steinþórsson – Steindi Jr. , og snyrti- og föðrunarfræðingurinn Sigrún Sigurðardóttir fluttu sig á dögunum um set í heimabæ sínum, Mosfellsbæ. Í febrúar settu þau fallegt raðhús sitt við Víðiteig á sölu og gengu síðan fljótlega frá kaupum á glæsilegu einbýlishúsi við Litlakrika 7. Kom ekkert annað póstnúmer til greina samkvæmt nokkuð traustum heimildum DV. Fjölskyldan fékk húsið afhent í byrjun júnímánaðar samkvæmt kaupsamningi og er óðum að koma sér fyrir á nýja heimilinu ásamt dætrum sínum tveimur.
Einbýlishúsið glæsilega var byggt árið 2012 og er um 265 fermetrar að stærð. Alls eru fimm herbergi í húsinu. Þegar eignin var auglýst til sölu var ásett verð 122 milljónir króna og var greinilega mikil samkeppni um húsið því endanlegt kaupverð eignarinnar var 127 milljónir króna.