fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Sambandið búið enn á ný – Hélt í þetta sinn framhjá með þremur konum í einu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. júní 2021 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er búið á milli Khloé Kardashian og Tristan Thompson. Aftur.

Parið tók saman á ný í lok árs 2020 en nú hefur enn annar framhjáhaldsskandallinn komið upp.

Það vakti mikla athygli þegar Tristan hélt fyrst framhjá Khloé snemma árs 2018. Khloé var þá langt gengin með þeirra fyrsta barn og var Tristan hótað lífláti og sagður hataðasti maður Bandaríkjanna. En Khloé endaði með að fyrirgefa honum á sínum tíma. En tíu mánuðum seinna hélt hann aftur framhjá henni og í þetta skipti voru svikin enn verri þar sem Tristan hélt framhjá með Jordyn Woods, þáverandi bestu vinkonu Kylie Jenner, litlu systur Khloé.

Sjá einnig: Kylie Jenner niðurbrotin vegna framhjáhalds Tristan: Hélt framhjá með fjölskylduvin

Khloé hætti með Tristan í febrúar 2019 en þau byrjuðu að stinga saman nefjum á ný í lok árs 2020.

En sagan hefur endurtekið sig enn á ný. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs hélt Tristan framhjá Khloé í afmælisveislu á föstudaginn síðastliðinn með þremur konum.

Heimildarmaður E! News segir að Tristan hefði mætt í partýið og sést hafi verið til hans fara inn í herbergi með þremur konum. „Hann virtist vera í geggjuðu stuði og vildi djamma. Hann var að drekka og djamma fram undir morgunn,“ segir heimildarmaðurinn.

Annað vitni segir að Tristan hefði sagst allt kvöldið vera einhleypur.

Hvorugt þeirra hefur tjáð sig opinberlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“