fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Sambandið búið enn á ný – Hélt í þetta sinn framhjá með þremur konum í einu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. júní 2021 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er búið á milli Khloé Kardashian og Tristan Thompson. Aftur.

Parið tók saman á ný í lok árs 2020 en nú hefur enn annar framhjáhaldsskandallinn komið upp.

Það vakti mikla athygli þegar Tristan hélt fyrst framhjá Khloé snemma árs 2018. Khloé var þá langt gengin með þeirra fyrsta barn og var Tristan hótað lífláti og sagður hataðasti maður Bandaríkjanna. En Khloé endaði með að fyrirgefa honum á sínum tíma. En tíu mánuðum seinna hélt hann aftur framhjá henni og í þetta skipti voru svikin enn verri þar sem Tristan hélt framhjá með Jordyn Woods, þáverandi bestu vinkonu Kylie Jenner, litlu systur Khloé.

Sjá einnig: Kylie Jenner niðurbrotin vegna framhjáhalds Tristan: Hélt framhjá með fjölskylduvin

Khloé hætti með Tristan í febrúar 2019 en þau byrjuðu að stinga saman nefjum á ný í lok árs 2020.

En sagan hefur endurtekið sig enn á ný. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs hélt Tristan framhjá Khloé í afmælisveislu á föstudaginn síðastliðinn með þremur konum.

Heimildarmaður E! News segir að Tristan hefði mætt í partýið og sést hafi verið til hans fara inn í herbergi með þremur konum. „Hann virtist vera í geggjuðu stuði og vildi djamma. Hann var að drekka og djamma fram undir morgunn,“ segir heimildarmaðurinn.

Annað vitni segir að Tristan hefði sagst allt kvöldið vera einhleypur.

Hvorugt þeirra hefur tjáð sig opinberlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“