fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Opinberar loks allt sem hún hefur látið gera við andlitið sitt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. júní 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khloé Kardashian opinberar loksins nákvæmlega hvaða fegrunaraðgerðir hún hefur gengist undir en miklar vangaveltur og kjaftasögur hafa verið á sveimi um útlit hennar.

Sjá einnig: Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian opnaði sig um erfiðleika sína varðandi líkamsímynd og sjálfsöryggi. Hún greindi frá þessu í seinni hluta endurfundaþáttar Keeping Up With The Kardashian sem kom út í gærkvöldi.

Khloé segir að hún hefði verið mjög örugg með sig sjálfa fyrir þættina. En síðan byrjuðu gagnrýnendur að kalla hana „fugly“ ásamt öðrum ljótum orðum og með tímanum fór Khloé að efast um eigin fegurð. „Þá byrjaði ég að vera hörð við mig sjálfa og ég varð óörugg því allir voru að segja mér að ég ætti að vera það,“ segir hún.

Khloé ákvað að fara í fegrunaraðgerð. „Allir segja: „Guð minn góður, hún var í þriðju andlitsígræðslunni sinni.“ En ég hef bara farið í eina aðgerð á nefi,“ segir Khloé. „Allir eru í svo miklu uppnámi og spyrja mig af hverju ég tala ekki um þetta. Enginn hefur beðið mig um það.“

Khloé segist hafa prófað að láta sprauta í andlitið en hún sé ekki hrifin af bótox. „Ég brást hræðilega við bótox,“ segir hún.

Myndatökur með systrunum

Khloé rifjar upp þegar hún reyndi að „troða“ sér í þröngan kjól í sömu stærð og kjóll Kim Kardashian, systur hennar. Hún minnist einnig á að hafa oft liðið eins og hún væri „þriðja hjólið“ í myndatökum með systrum sínum. Tískuhönnuðir komu með fjölda kjóla handa systrum hennar en aðeins örfáa fyrir hana þar sem hún var í stærri stærð en þær.

Þetta er ástæðan fyrir því að hún vinnur aðeins með fatamerkjum sem eru með stærðir frá 0 til 24.

Sjá einnig: Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt