Ómar Örn Hauksson, sem gerði garðinn frægan með rappsveitinni Quarashi, og eiginkona hans Nanna Þórdís Árnadóttir, hafa sett íbúð sína á Njálsgötu á sölu á fasteignavef Vísis.
Ómar starfar í dag sem grafískur hönnuður og Nanna Þórdís á leikskóla. Hún var áður verslunarstjóri Geysis og er annálaður fagurkeri og stílpinni.
Íbúð þeirra er afar falleg og þar má finna alls konar hönnunarvörur, til að mynda er barnakojan úr Snúrunni.
Íbúðin er 108,7 fermetrar að stærð og er að miklu leyti endurnýjuð. Það eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi í íbúðinni.
Þú getur lesið nánar um eignina hér og skoðað fleiri myndir.