fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Kylie Jenner afhjúpar af hverju Travis Scott kom ekki fram í þáttunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. júní 2021 08:39

Travis Scott og Kylie Jenner. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom út sérstakur endurfunda (e. reunion) þáttur Keeping Up With The Kardashians. Allar systurnar og móðir þeirra, Kris Jenner, settust niður til að ræða um líf sitt undanfarin 14 ár síðan þættirnir hófu göngu sína. Andy Cohen, þáttastjóranndi, spurði ýmissa spurninga, meðal annars af hverju Kylie Jenner ákvað að halda sambandi sínu og rapparans Travis Scott leyndu og meðgöngunni þegar hún var ólétt af dóttur þeirra.

Kylie hélt allri meðgöngunni leyndu, þó undir lokin voru sögusagnir komnar á kreik um fjarveru hennar í fjölmiðlum en það var ekki fyrr en dóttir hennar, Stormi Webster, var orðin tveggja vikna sem Kylie tilkynnti fæðingu hennar í myndbandi á YouTube.

Varðandi samband sitt og Travis sagði Kylie að hún hefði alltaf leyft honum að ákveða hvort hann vildi koma fram í þáttunum eða ekki.

„Ég veit það ekki. Ætli hann hafi stundum ekki viljað vera fyrir framan myndavélarnar. Ég setti aldrei pressu á hann að koma fram í þáttunum,“ sagði hún við Andy Cohen.

Þetta ætti ekki að koma aðdáendum á óvart þar sem Kylie reynir eftir fremsta megni að halda einkalífinu úr sviðsljósinu. Margir hafa sett fram þá kenningu að Kylie og Travis séu byrjuð aftur saman, en þau hættu saman í október 2019. Hvorki Kylie né Travis eru búin að tjá sig um það en sést hefur til þeirra við nokkur atvik og kallaði Travis hana „wifey“ opinberlega nýlega.

Travis Scott, Kylie Jenner og Stormi.

Kylie opnaði sig einnig um ástæðuna fyrir því að hún ákvað að halda meðgöngunni leyndri. Hún segir að á þessum tímapunkti í lífi sínu hafði hún nú þegar deilt svo miklu með heiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún var þá tvítug.

„Ég var mjög ung þegar ég varð ólétt og þetta var bara mjög mikið fyrir mig persónulega. Ég vissi ekki hvernig ég gæti deilt þessu með umheiminum og heyrt skoðanir allra. Ég held að þetta hafi bara verið eitthvað sem ég þurfti að ganga í gegnum ein,“ segir hún.

Khloé Kardashian, systir Kylie, bendir á að fjölskylda og vinir Kylie hefðu vitað af þessu og það hafi verið mikil gleði í kringum meðgönguna meðal þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“