Tískuhönnuðurinn Michael Costello sakar Chrissy Teigen um að leggja hann í einelti árið 2014. Hann segir að í kjölfarið hefði hann glímt við sjálfsvígshugsanir.
„Síðastliðin sjö ár hef ég lifað með sálrænu áfalli sem ristir djúpt og er ekki gróið,“ skrifar hann á Instagram. „Ég vildi drepa mig og ég er enn særður, þunglyndur og með sjálfsvígshugsanir.“
Michael, 38 ára, opnaði sig í færslu á Instagram á mánudaginn 14. júní. Sama dag og Chrissy, 35 ára, birti opið bréf á Instagram til að svara ásökunum síðustu vikna um einelti og hrottaskap á samfélagsmiðlum.
Sjá einnig: Segir Chrissy Teigen hafa sagt sig að drepa sig þegar hán var 16 ára
„Það líður ekki dagur, ekki eitt einasta augnablik þar sem ég finn ekki fyrir íþyngjandi samviskubiti yfir því sem ég sagði í fortíðinni,“ sagði hún. Færsluna í heild sinni má lesa hér að neðan.
View this post on Instagram
Michael útskýrir í sinni færslu að árið 2014 hefði Chrissy opinberlega sakað um að vera rasisti. „Hún greinilega myndaði sér skoðun á mér vegna einhverjar athugasemdar sem hafði verið breytt í photoshop og var á dreifingu um netheima. Þegar ég reyndi að hafa samband við Chrissy til að tjá henni að ég væri fórnarlamb hefnigjarns nettrölls og allt sem hún hélt að ég væri ekki satt þá sagði hún að ferli mínum væri lokið og engin tækifæri myndu bjóðast mér áfram.“
Skjáskotið sem um ræðir var af athugasemd sem Michael átti að hafa skrifað og hann átti að hafa notað n-orðið. En skjáskotinu var breytt í photoshop til að láta hann virðast hafa notað orðið.
Michael deildi skjáskotum á milli sín og Chrissy sem má sjá hér að neðan.
Hann segir að Chrissy hefði staðið við orð sín og tryggt að hann fengi engin verkefni og ef hann fékk verkefni þá stóð hún í hótunum við fólkið og fyrirtækin sem réðu hann.
„Ég var svo margar nætur andvaka og vildi drepa mig. Ég sá enga ástæðu til að lifa,“ sagði hann.
Lestu færsluna í heild sinni hér að neðan.
View this post on Instagram