fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fremstu hjólagarpar Íslands taka þátt í Síminn Cyclothon 2021 fyrir hönd Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda.

Markmið Ljóssins með þátttöku í Síminn Cyclothon 2021 er að varpa ljósi á endurhæfingu krabbameinsgreindra og þá staðreynd að ungir karlmenn eru líklegri en aðrir hópar til að sleppa endurhæfingu þegar þeir greinast með krabbamein.

Lið Ljóssins í Síminn Cyclothon samanstendur af hópi bestu hjólara landsins en þeir eru Ingvar Ómarsson, Jón Ingi Sveinbjörnsson, Auðunn Gunnar Eiríksson, Þorsteinn Hallgrímsson, Hafsteinn Ægir Geirsson, Páll Elís, Hákon Hrafn Sigurðsson og Kristinn Jónsson.

„Ég held að þetta sé mjög þörf áminning til okkar karlanna sem erum oft meira innávið í öllum svona málum. Gamaldags karlmennskan þar sem allt er tekið á kassan og ekki talað um vandamálin er eitthvað sem við þurfum að útrýma, og ég er mjög stoltur af að því að fá að setja mitt nafn við það.“ segir einn af forsprökkum verkefnisins, Þorsteinn Hallgrímsson.

Sjá nánar á vef  Ljóssins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“