Næsta miðvikudag gefst aðdáendum franska rafdúósins Daft Punk einstakt tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju. Atburðurinn fer fram Þann 16. júní næstkomandi, klukkan 20:00.
Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því 20 ára afmæli á árinu. Daft Punk hætti í lok árs 2020 og því telja tónleikahaldarar við hæfi að staldra við og heiðra sveitina.
Miðaverð verður 2.500 krónur, en miðasala fer fram á tix.is og við inngang.