fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Jeffree Star tjáir sig um þráláta orðróminn – „Ég virkilega meinti það þegar ég sagðist vera hrifinn af hávöxnum karlmönnum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. júní 2021 09:24

Jeffree Star og Kanye West. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs 2021 gekk sá þráláti orðrómur að tónlistarmaðurinn Kanye West hefði haldið framhjá eiginkonu sinni Kim Kardashian með Jeffree Star. Jeffree Star er bandarísk samfélagsmiðlastjarna og snyrtivörumógull.

Á þeim tíma sem orðrómurinn kom fyrst fram var nýbúið að greina frá því að Kim og Kanye væru að skilja að borði og sæng.

Fjöldi fjölmiðla fjölluðu um orðróminn en þetta byrjaði allt á því að þekkt nettröll sagði að Kanye væri að skilja við Kim vegna þess að hann hefði haldið framhjá henni með Jeffree Star.

Til að byrja með tjáði Jeffree sig lítillega um málið og frekar en að slökkva á eldinum þá hellti hann olíu yfir hann með torræðum samfélagsmiðlafærslum. En á endanum birti hann myndband og neitaði öllu saman.

Nú hefur Jeffree tjáð sig enn frekar um málið í viðtali við E! News.

„Mér finnst þessi orðrómur fyndinn, sprenghlægilegur,“ segir hann. „Tilviljunin er ótrúleg. Þar sem við búum báðir í Hidden Hills um þrjá kílómetra frá hvor öðrum og ég hef alltaf elskað Wyoming og ég var augljóslega meðvitaður um að þau hefðu verið þar mikið.“

Kanye West hefur undanfarin ár eytt miklum tíma á búgarði sínum í Wyoming, en Jeffree Star á einnig heimili þar.

„En ég virkilega meinti það þegar ég sagðist vera hrifinn af hávöxnum karlmönnum,“ segir hann og vísar þá í hæð Kanye, sem er 173 cm á hæð.

„Mér finnst tónlistin hans frábær en hann er alls ekki mín týpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“