fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Edda Falak hneyksluð á Magnúsi Scheving eftir ummæli hans – „HVAÐ var ég að hlusta á?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli sem Magnús Scheving, líkamsræktarfrömuður og rithöfundur, viðhafði í nýjum Podcast-þætti Begga Ólafs, hafa vakið mikla athygli. Þar segir hann að það að fá ekki kynlíf hjá maka sínum geti verið ein tegund af ofbeldi.

Þáttinn má sjá í spilara undir fréttinni en Fréttablaðið hefur endursagt ummælin.

Magnús segir ofbeldi eiga sér stað á mörgum sviðum lífsins og kynsvelti sé ein birtingarmynd þess. „Of­beldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og við­komandi fær ekki kyn­líf hjá hinum, það getur verið of­beldi.“

Magnús víkur að vændishúsum og spyr hvers vegna það sé svona mikil eftirspurn eftir þeim. „Það eru hóru­hús úti um allt, þetta eru ekki hóru­hús fyrir konur, þetta eru hóru­hús fyrir karla. Er hugsan­legur mögu­leiki að karlar fái ekki nógu mikið kyn­líf?“ spyr hann. Þá segir hann ennfremur:

„Er það mögu­leiki? Af hverju er þessi eftir­spurn? Eru karlar bara alltaf graðir, bara enda­laust, og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fá­vitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“

Edda: „Það að einhver vill ekki sofa hjá þér er ekki ofbeldi“

Edda Falak, íþróttaþjálfari og áhrifavaldur, er hneyksluð á þessum ummælum Magnúsar, en hún fer yfir málið á Twitter:

„Magnús Scheving talar um í nýjast podcast þætti Begga að það sé ofbeldi að fá ekki kynlíf frá maka sínum. Hann veltir því líka fyrir sér afhverju það séu til hóruhús og spyr síðan “er það kannski útaf karlar fá ekki nóg að ríða?” HVAÐ var ég að hlusta á?“

Edda segir það ennfremur fráleitt að skilgreina kynlífsskort sem ofbeldi: Ef þú ert ekki hamingjusamur í sambandinu þínu, ræddu það við makann og endaðu bara sambandið! Það að einhver vilji ekki sofa hjá þér er ekki ofbeldi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart