Instagram-fyrirsætan Sydney Chase heldur því fram að hún og körfuboltaknappinn Tristan Thompson hafi átt í stuttu ástarsambandi, á sama tíma og hann var í sambandi með raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian.
Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar muna flestir eftir því þegar allt fór í háaloft snemma árs 2018 þegar það kom í ljós að Tristan, sem þá var í sambandi með Khloé, hafði haldið framhjá Khloé. Khloé var þá langt gengin á leið með þeirra fyrsta barn saman.
Málið vakti mikla athygli og var Tristan hótað lífláti og sagður hataðasti maður Bandaríkjanna. Khloé endaði með að fyrirgefa honum.
En tíu mánuðum seinna kom enn annað framhjáhaldið í ljós. Í þetta sinn voru stærstu fréttirnar ekki að Tristan hafi haldið framhjá, heldur með hverri, fyrirsætunni Jordyn Woods, sem á þessum tíma var besta vinkona Kylie Jenner. Kylie er litla systir Khloé.
Sjá einnig: Kylie Jenner niðurbrotin vegna framhjáhalds Tristan: Hélt framhjá með fjölskylduvin
Khloé hætti með Tristan í febrúar 2019. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum á ný í lok árs 2020 en því miður virðist ekki vera hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Eða í þessu tilfelli, Tristan að hætta að halda framhjá.
View this post on Instagram
Nú hefur Instagram-fyrirsætan Sydney Chase stigið fram og sagt að hún hafi átt í stuttu ástarsambandi með Tristan frá nóvember 2020 til janúar 2021, á meðan hann var í sambandi með Khloé.
Sydney greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum No Jumper. Hún sagðist hafa haldið að Tristan væri einhleypur á þessum tíma, en Khloé og Tristan fóru leynt með að þau væru að taka saman á ný.
Sydney sagðist hafa slitið sambandi þeirra um leið og hún áttaði sig á því að hann væri í sambandi.
Frásögn Sydney hefur valdið talsverðu fjaðrafoki. Hún staðfesti í gær að henni hefur verið birt lögbannskrafa af hálfu Tristan Thompson.
Tristan fer fram á að Sydney og framleiðendur hlaðvarpsþáttarins No Jumper fjarlægi hlutann þar sem Sydney segist hafa sofið hjá Tristan í janúar, á meðan hann var í sambandi með Khloé Kardashian.
Hún sagðist ætla að hunsa kröfuna. „Ég ætla að halda áfram að segja sannleikann […] Ég mun ekki vera kallaður lygari,“ sagði hún. Page Six greinir frá.
@sydneychasexoYes the Tristan rumors are true… @haydenxrichelle @phonehomebabyet
Í samtali við blaðamann Page Six segist Sydney vera með gögn sem staðfesta ástarsamband hennar og Tristan. „Augljóslega, en þetta er núna komið á þann stað að lögfræðingar mínir munu sjá um það.“
Heimildarmaður sem tengist Tristan segir að Sydney virðist njóta athyglinnar sem hún er að fá vegna skandalsins. Hún stofnaði OnlyFans- síðu og er að sækjast eftir því að verða raunveruleikastjarna á Zeus sjónvarpsstöðinni.