Glæsilegt einbýlishús við Marbakkabraut 22 í Kópavogi er nú auglýst til sölu. Húsið er í eigu hjónanna Kristrúnar Ólafar Sigurðardóttur og Aðalsteins Gunnars Jóhannssonar, sem gjarnan gengur undir viðurnefninu „Alli Ríki“, en hann er betur þekktur fyrir aðkomu sína að fjárfestingabankanum Beringer Finance.
Hjónin hafa fjárfest í nýrri eign, nánar tiltekið Grundarlandi 21, sem er 377 fermetra einbýlishús á besta stað í Fossvogi.
Fasteignin við Marbakkabraut er með glæsilegra móti. Um er að ræða rúmlega 312 fermetra einbýlishús sem var endurgert fyrir rúmum áratug. Fasteignamat eignarinnar er rúmar 112 milljónir króna en ekki kemur fram hvað ásett verð er.
Hér má sjá fleiri myndir af eigninni glæsilegu.