Karlmaður breytti háalofti í fataherbergi og útkoman er hreint út sagt ótrúleg. Rodolfo Cabrera, 40 ára, fannst þörf á geymsluplássi heima hjá sér þannig hann ákvað að taka í gegn háaloftið sem hafði fengið að standa autt hingað til á heimili þeirra í Maryland.
Hann og dóttir hans réðust í verkefnið og tóku framkvæmdirnar um þrjár vikur. Fabulous Digital greinir frá.
„Ég og eiginkona mín þurftum meira pláss fyrir fötin okkar. Einn daginn fór ég upp á háaloft og hugsaði: „Vá við erum með allt þetta pláss sem við getum nýtt okkur.““
Rodolfo er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að betrumbæta og laga, en hann á fyrirtækið Remodeling and Design LLC.
Dóttir hans, Josdallana, deildi „fyrir og eftir“ myndum á Twitter. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli og hafa yfir 420 þúsund manns líkað við hana.
anyways my dad built my mom a closet in the attic 💅🏼 pic.twitter.com/fIXAXg5Mmh
— ms. nyquil (@yagirljoss) June 21, 2020
Sjáðu fleiri myndir hér að neðan.