Söngvarinn ástsæli Högni Egilsson er fluttur í hjarta borgarinnar. Hann fjárfesti í apríllok í glæsilegri íbúð í Geirsgötu sem tilheyrir hinu tilkomumikla en ekki síður umdeilda Hafnartorgi.
Íbúðin er 125,4 fermetar að stærð en í kaupsamningi um eignina kemur fram að Högni hefur leigt hana íbúðina frá því í nóvember í fyrra. Kaupverð eignarinnar er 92 milljónir króna en leigugreiðslurnar sem söngvarinn hefur áður innt af hendi renna upp í kaupverðið.
Högni bjó áður í Þingholtunum en Fréttablaðið greindi frá því í byrjun árs að hann ákvað að selja íbúð sína við Bergstaðastræti 40.
„Nú eru tímamót í lífi mínu og ég kveð heimilið mitt á Bergstaðastræti og eitthvað nýtt og spennandi tekur við. Margar eru minningarnar frá þessum skemmtilega stað þar sem alltaf virðist vera nægilega ástæða til þess að gleðjast og fagna,“ sagði Högni við það tækifæri.