fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fyrrum sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg auglýst til sölu: Sjáðu myndirnar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. maí 2021 10:30

Laufásvegur sem áður hýsti sendiráð Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg var auglýst til sölu með pompi og prakt í vikunni. Um er að ræða fasteignir við Laufásveg 19-23 sem og Þingholtsstræti 34 sem var hinn eiginlegi sendiherrabústaður. Fasteignasalan Croisette Real Estate Partner sér um sölumeðferðina en samkvæmt auglýsingunni eru um að ræða fjórar byggingar með fallegum sameiginlegum garði í miðjunni en fasteignirnar alls rúmlega 2.000 fermetrar að stærð.

Bandaríkjamenn starfræktu sendiráð sitt í húsnæðinu í tæp 80 ár. Þangað flutti sendiráðið árið 1941 og var starfsemin starfrækt þar allt til ársins 2020 þegar hún flutti í nýtt víggirt húsnæði við Engjateig sem kostaði litla 6,5 milljarða króna. Á dögunum fjárfesti síðan bandaríska ríkið í glæsilegu einbýlishúsi við Sólvallagötu 14 sem verður notað sem nýr sendiherrabústaður. Var kaupverð eignarinnar 450 milljónir króna.

Í fréttatilkynningu frá söluaðili eignarinnar, Croi­sette,  kemur fram að fyrirtækið sé fyrsta alþjóðlega fast­eignaráðgjafa­fyr­ir­tækið á Íslandi en fyr­ir­tækið hóf starf­semi hér á landi skömmu fyr­ir jól. „Þetta því stórt og mik­il­vægt verk­efni sem fyr­ir­tækið tryggði sér gegn­um alþjóðlegt tengslanet sitt, nán­ar til­tekið gegn­um sam­starf við Cus­hm­an & Wakefield í London,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingunni.

„Við erum gríðarlega stolt af því að vera val­in að vinna fyr­ir banda­ríska ríkið með að aðstoða þá í að selja gamla sendi­ráðið í Þing­holt­un­um. Sýn­ir fram á mik­il­vægi alþjóðlegs tengslanets og hvað upp­lýs­inga­gjöf til er­lendra kúnna er mik­il­væg­ur þátt­ur í að auka gegn­sæi á ís­lensk­um fast­eigna­markaði“, seg­ir Styrm­ir Bjart­ur Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Croi­sette á Íslandi.

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir en fleiri slíkar eru aðgengilegar hér. 

Sendiráðið Bandaríkjanna við Laufásveg mun senn fá nýja eigendur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?